„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:59 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur að viðbrögð Íslandsbanka hafi ekki verið fullnægjandi. Vísir/Vilhelm Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira