„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:59 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur að viðbrögð Íslandsbanka hafi ekki verið fullnægjandi. Vísir/Vilhelm Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira