„Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 19:45 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson ásamt umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er genginn í raðir belgíska félagsins Eupen frá Íslendingaliðinu Lyngby í Danmörku. Hann segist spenntur að komast aftur í belgísku deildina. Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“ Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sjá meira
Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sjá meira