Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Margrét hafi búið í Stokkhjólmi í Svíþjóð í þrettán ár. Þar starfaði hún hjá Naturskyddsföreningen, stærstu náttúruverndarsamtökum Norðurlandanna, meðal annars í verkefnum tengdum grasrót samtakanna sem og kosningatengdum verkefnum.
Í apríl sagði Baldur Karl Magnússon upp störfum sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Þá var gengið frá starfslokum við tvo starfsmenn Pírata á svipuðum tíma. Sagði Björn Leví Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata að um væri að ræða skipulagsbreytingar í samtali við Vísi.
Auk þess hefur hún starfað við sjálfbærnimál í tengslum við veitingarekstur í Svíþjóð. Margrét er með meistarapróf í sjálfbærni frá Stockholm Resilience Centre og BS í umhverfisfræði frá Stokkhólmsháskóla
„Þingflokkur Pírata samanstendur af öflugu stjórnmálafólki sem vill standa vörð um fólk, frelsi þess og mannréttindi. Píratar eru auk þess með raunhæfustu umhverfisstefnuna af öllum flokkum á Alþingi að mínu mati, sem skiptir mig miklu máli. Stjórnmál hafa alltaf heillað mig og það er mjög spennandi að fá að starfa með þingflokki Pírata í þessu pólitíska landslagi þar sem öflugt aðhald við stjórnarflokkana hefur sjaldan verið mikilvægara. Píratar eru hreyfing sem áttar sig á áskorunum framtíðarinnar og ég er spennt að vinna með Pírötum í þingstörfunum og í komandi kosningum,“ segir Margrét í fréttatilkynningunni.