Enska úrvalsdeildin vart farin af stað en dómgæslan á strax undir högg að sækja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 08:00 Bruno Fernandes var ekki sáttur með að fá ekki vítaspyrnu en fékk gult spjald. Rob Newell/Getty Images Fimm leikir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fóru fram í gær, laugardag, og segja má að dómgæslan sé í brennidepli eftir þá. Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira