Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Guðnason skrifa 20. ágúst 2023 12:49 Gríðarlegan reyk liggur upp frá svæðinu þegar rúmur klukkutími er síðan að slökkvistörf hófust. Vísir/Bjarki Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og hafa slökkvistörf staðið yfir í rúma klukkustund. Íbúar eru beðnir um að loka gluggum. Slökkvilið segir mikinn eldsmat í húsinu og slökkvistörf munu taka tíma. Töluverðan reyk lagði í upphafi frá brunanum og liggur reyndar enn, tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst. Hefur fréttastofu borist myndir og myndbönd frá íbúum vegna þessa. Hann er enn mikill í næsta nágrenni og leggur yfir íbúablokkir skammt frá. Að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, er eldsvoðinn í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Bílum hefur meðal annars verið bjargað úr húsinu, líkt og má sjá á myndum neðar í fréttinni. Klippa: Svipmyndir frá slökkvistarfi Tekur töluverðan tíma Um er að ræða timburhús með klæðningu og bárujárnsþaki sem hýsir iðnaðarstarfsemi. Guðjón segir að tilkynning um brunann hafi komið frá sjónarvotti í næsta húsi. Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé búið að koma öllum út úr húsinu sem vitað var um. Þó sé ekki hægt að fullyrða að enginn hafi verið eftir inni í húsinu á þessum tímapunkti. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hve margir voru í húsinu. Jóhann segir ljóst að slökkvistörf muni taka töluverðan tíma. Húsið sé stórt, þar séu allskonar geymslur, sem fullar séu af allskonar dóti. Eins og fram hefur komið var bílum komið þaðan út fyrr í dag. Áður hafði slökkvilið veitt fréttastofu þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvort einhver hefði verið í húsinu. Útlit er fyrir að búið sé í húsinu sem skilgreint er sem iðnaðarhúsnæði. Klippa: Mikill reykur frá eldsvoða í Hafnarfirði Reyk leggur yfir nágrennið og sést úr mikilli fjarlægð Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að viðbragsaðilar kljáist nú við eld í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Segir þar að reyk leggi frá húsinu. Er fólki í nágrenninu bent á að loka gluggum. Fréttastofa er á staðnum og er enn gríðarlegur reykur á svæðinu, rúmri klukkustund eftir að slökkvistörf hófust. Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og yfir íbúablokkir í nágrenninu. Vísir/Helena Mikinn reyk liggur yfir íbúablokkir í nágrenninu. Reykurinn var í upphafi svartur en varð svo ljósari að lit en er að dökkna aftur þegar klukkan er að ganga þrjú. Reykurinn sést úr mikilli fjarlægð frá húsinu. Fréttastofu hefur meðal annars fengið myndir af Kársnesi í Kópavogi, þar sem sést vel í reykinn frá Hvaleyrarbraut. Fólk er einnig beðið um að halda sig fjarri Hvaleyrarbraut og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á vettvangi og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá staðnum, að því er segir í tilkynningunni. Fréttastofu barst mynd af reyknum sem tekin var af Kársnesi á fjórða tímanum í dag. Aðsend/Pétur Bjarki Þá virðist slökkvilið nú vinna að því að bjarga bílum sem geymdir voru í húsnæðinu. Auk þess virðast hjólbarðar hafa verið geymdir í húsinu. Svo virðist vera sem bílar og hjólbarðar hafi verið geymdir á neðri hæð hússins.Vísir Reykurinn sést enn úr gríðarlegri fjarlægð. Vísir/Kristín Gríðarlegan, svartan reyk leggur upp frá húsnæðinu. Vísir/Kristín Töluverður fjöldi fólks fylgist með slökkviliði að störfum. Vísir/Kristín Um er að ræða eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Mikill viðbúnaður er á staðnum. Vísir/Helena Eins og sjá má náði reykurinn langt upp í loft. Vel sást í reykinn frá norðurbæ Hafnarfjarðar. Fréttastofu hefur borist myndir af reyk frá svæðinu. Fréttin verður uppfærð. Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og hafa slökkvistörf staðið yfir í rúma klukkustund. Íbúar eru beðnir um að loka gluggum. Slökkvilið segir mikinn eldsmat í húsinu og slökkvistörf munu taka tíma. Töluverðan reyk lagði í upphafi frá brunanum og liggur reyndar enn, tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst. Hefur fréttastofu borist myndir og myndbönd frá íbúum vegna þessa. Hann er enn mikill í næsta nágrenni og leggur yfir íbúablokkir skammt frá. Að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, er eldsvoðinn í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Bílum hefur meðal annars verið bjargað úr húsinu, líkt og má sjá á myndum neðar í fréttinni. Klippa: Svipmyndir frá slökkvistarfi Tekur töluverðan tíma Um er að ræða timburhús með klæðningu og bárujárnsþaki sem hýsir iðnaðarstarfsemi. Guðjón segir að tilkynning um brunann hafi komið frá sjónarvotti í næsta húsi. Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé búið að koma öllum út úr húsinu sem vitað var um. Þó sé ekki hægt að fullyrða að enginn hafi verið eftir inni í húsinu á þessum tímapunkti. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hve margir voru í húsinu. Jóhann segir ljóst að slökkvistörf muni taka töluverðan tíma. Húsið sé stórt, þar séu allskonar geymslur, sem fullar séu af allskonar dóti. Eins og fram hefur komið var bílum komið þaðan út fyrr í dag. Áður hafði slökkvilið veitt fréttastofu þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvort einhver hefði verið í húsinu. Útlit er fyrir að búið sé í húsinu sem skilgreint er sem iðnaðarhúsnæði. Klippa: Mikill reykur frá eldsvoða í Hafnarfirði Reyk leggur yfir nágrennið og sést úr mikilli fjarlægð Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að viðbragsaðilar kljáist nú við eld í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22. Segir þar að reyk leggi frá húsinu. Er fólki í nágrenninu bent á að loka gluggum. Fréttastofa er á staðnum og er enn gríðarlegur reykur á svæðinu, rúmri klukkustund eftir að slökkvistörf hófust. Gríðarlegan reyk leggur upp af svæðinu og yfir íbúablokkir í nágrenninu. Vísir/Helena Mikinn reyk liggur yfir íbúablokkir í nágrenninu. Reykurinn var í upphafi svartur en varð svo ljósari að lit en er að dökkna aftur þegar klukkan er að ganga þrjú. Reykurinn sést úr mikilli fjarlægð frá húsinu. Fréttastofu hefur meðal annars fengið myndir af Kársnesi í Kópavogi, þar sem sést vel í reykinn frá Hvaleyrarbraut. Fólk er einnig beðið um að halda sig fjarri Hvaleyrarbraut og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á vettvangi og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá staðnum, að því er segir í tilkynningunni. Fréttastofu barst mynd af reyknum sem tekin var af Kársnesi á fjórða tímanum í dag. Aðsend/Pétur Bjarki Þá virðist slökkvilið nú vinna að því að bjarga bílum sem geymdir voru í húsnæðinu. Auk þess virðast hjólbarðar hafa verið geymdir í húsinu. Svo virðist vera sem bílar og hjólbarðar hafi verið geymdir á neðri hæð hússins.Vísir Reykurinn sést enn úr gríðarlegri fjarlægð. Vísir/Kristín Gríðarlegan, svartan reyk leggur upp frá húsnæðinu. Vísir/Kristín Töluverður fjöldi fólks fylgist með slökkviliði að störfum. Vísir/Kristín Um er að ræða eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Mikill viðbúnaður er á staðnum. Vísir/Helena Eins og sjá má náði reykurinn langt upp í loft. Vel sást í reykinn frá norðurbæ Hafnarfjarðar. Fréttastofu hefur borist myndir af reyk frá svæðinu. Fréttin verður uppfærð.
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira