Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Kristján var í góðum gír að hlaupa við Hörpuna þegar hann rankaði svo skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. „Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði