Árnessýsla án sjúkrabíls í 46 tíma Sveinn Ægir Birgisson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjúkraflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar