Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 09:24 Sádiarabískir hermenn á landamærunum að Jemen. Mannréttindasamtök segja herinn hafa drepið hundruð manna þar á síðustu árum. Vísir/Getty Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin. Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin.
Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31
Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30
Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40