Eru bókhaldsfyrirtæki góðir ráðgjafar? Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. ágúst 2023 11:31 Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun