María greinir sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni, en hún segir tíma komin á að „stíga aftur inn á skemmtilegasta völlinn,“
Jafnframt segist hún spennt að taka aftur við þessu fyrra hlutverki sínu, sem hún segir að hafi verið ákveðið snemma á þessu ári en síðustu mánuðum hefur hún varið í fæðingarorlofi.
„Og ég er sannfærð um að erindi Viðreisnar hafi sjaldan verið mikilvægara en akkúrat núna. Með fjórtándu vaxtahækkuninni sem bítur okkur öll, óreiðunni í ríkisfjármálunum, biðlistum í allri grunnþjónustu, vaxandi pólaríseringu og sundrungu. Þar þurfum við Viðreisn, sterka Viðreisn,“ segir hún í færslu sinni.
María Rut skipaði þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu þingkosningum. María Rut hefur áður verið formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, talskona Druslugöngunnar og varaformaður Samtakanna ’78. Hún útskrifaðist árið 2013 með B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og árið 2018 með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.