Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 17:44 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf á meðan það ríkir skortur á ADHD-lyfjum á landinu. Vísir/Vilhelm ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“ Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“
Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira