Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er markahæsti leikmaðurinn í Evrópukeppnum um þessar mundir Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27