Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2023 10:38 Rúnar Ingi segir marga skóla í Reykjavík komna á það stig að þurfa víðtækar viðgerðir til að koma í veg fyrir rakamyndum og í kjölfarið myglu. Vísir/Einar Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum. Í Reykjavík eru víða viðgerðir á skólahúsnæði vegna rakaskemmda og myglu. Nemendur tveggja grunnskóla þurfa að yfirgefa skóla sína og sækja námið annað af þeim sökum. Það eru börnin í Hólabrekkuskóla í Breiðholtinu og Langholtsskóla í Laugardalnum. Börnin í Breiðholtinu eru ferjuð í rútum tæplega níu kílómetra leið í Korpuskóla í Grafarvoginum. Börnin í Langholtsskóla þurfa ekki að fara jafn langt en þau sækja nám í húsnæði í Lágmúla, sem síðasta vetur var nýtt af nemendum úr Voga- og Hagaskóla. Nemendur í þeim skólum eru nú komin aftur í sína hverfisskóla. Í Hagaskóla búið að koma upp stórum einingahúsum sem nemendur munu nýta í vetur og standa framkvæmdir enn yfir við skólabygginguna. Vegna þess var skólabyrjun frestað um viku og var skólinn settur í morgun. Vörðuskóli verður varaskóli Þetta eru þó ekki einu skólarnir þar sem er verið að gera við. Víða eru aðstæður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir eða fjarlægja myglu nema með víðtækum viðgerðum. Því hefur Reykjavíkurborg síðustu mánuði gert tilraunir á steypu og veggjum í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík sem allajafna er nýttur af nemendum Tækniskólans á Skólavörðuholti. Markmiðið er að komast að því hvernig sé best að laga rakaskemmdir til að koma í veg fyrir að þær myndist aftur. Þegar viðgerðum þar lýkur stendur til að nota skólann sem tímabundið skólahúsnæði fyrir nemendur sem þurfa að hverfa annað vegna viðgerða. „Við erum fyrst og fremst núna að gera tilraunir á því hvernig við getum þétt þennan gamla friðaða útvegg sem er einangraður að utan með þunnum vikursteini og korkplötum,“ segir Rúnar Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda og viðhalds, á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Tilraunirnar hafa staðið í um hálft ár. Í vor var útveggurinn alveg opnaður og vatni helt á hann til að kanna hvernig hann héldi vatni. „Þá kom í ljós að þessi gamli veggur heldur ekki vatni og það þýðir að við þurfum að finna leið til að þétta hann að utanverðu,“ segir hann og eftir það helli þau vatni á. Ef það nægir til að halda því því frá verður hægt að nota sömu aðferð í öðru friðuðu húsnæði eins og í Laugarnesskóla, Melaskóla og annars staðar og tryggja með því að rakinn haldist úti næstu áratugina. „Við ætlum að nýta okkur reynsluna hér í þessum skólum. Meginmarkmiðið er að tryggja að það sé hvorki raki né hiti í þessum byggingum og ef við komum í veg fyrir raka, er engin mygla.“ Er eitthvað búið að koma á óvart í þessum tilraunum? „Já, það kom eiginlega á óvart hversu illa þessi gamla steypa heldur vatni. Hún þolir varla að vera úti,“ segir Rúnar Ingi og bendir á að í þessum húsum hafi þurft að standa í miklum viðgerðum til að halda rakanum úti. „En þegar byggingarnar eru orðnar svona margar og mannaflinn lítill verðum við að tryggja að við getum lagað húsin og þau standi þurr í allavega fimmtán til tuttugu ár. Á milli aðgerða.“ Steypt handvirkt sem ekki má í dag Stærsta vandamálið í þessum húsum, að sögn Rúnars, er steypuaðferðin, en steypt var með handafli. Steypan geymt fyrir utan og haldið á henni inn í fötum. Hann segir að þessi aðferð hafi verið notuð víða í húsum fram að 1980 en skánaði eftir það og eftir 1990 eru húsin betur byggð. „Í dag má ekki gera þetta svona. Þú mátt ekki steypa nema með vottaðri steypu frá vottuðu steypufyrirtæki,“ segir hann og að meirihlutinn skólabygginga í eigu Reykjavíkurborgar sem eru byggðir fyrir 1980 séu í þessu formi og að þetta vandamál sé rauði þráðurinn í uppgötvunum þeirra víða um borg. Til að koma í veg fyrir leka þarf að fara alveg að innsta vegg steypunnar og laga allar misfellur því annars lekur í gegn. Vísir/Einar Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu með því að vatnsþétta steypuna betur og tryggja betri frágang í kringum glugga. Hann segir að í öðrum hverfum, eins og Breiðholti og Árbæ, séu skólar að komast á sama stig. „Við erum í viðhaldsátaki sem þurfti að framlengja því þetta er viðameira verkefni en við áttum von á. Við erum með fjármagn sem við erum að nota alveg 110 prósent en við erum að gera raunhæfa áætlun, tíma- og kostnaðaráætlun, og það er ljóst að þetta mun taka tíma og við munum trufla skólastarfið. Því iðnaðarmenn og skólastarf fer ekki saman,“ segir Rúnar Ingi. Þess vegna sé mikið kapp lagt á að finna tímabundið húsnæði eins og Korpuskóla, og síðar Vörðuskóla, sem nemendur geta farið í á meðan viðgerðum stendur. „Þetta er langtímaverkefni og stórt verkefni og erum að glíma við það að byggingabransinn er kominn á það stig að við erum ekki bara í nýbyggingum heldur erum við líka með gömul hús sem þarf að endurnýja og eru kannski 50 til 90 ára gömul,“ segir hann og að nágrannaþjóðir okkar séu margar á þessu sama stigi með hús sem voru byggð í kringum 1700-1900 en þar sé það þannig að húsin séu alveg endurgerð á um 50 til 80 ára fresti. Gömul hús í bland við ný „Ef við viljum nota gömlu húsin okkar þá þurfum við að gera þetta á 50 til 70 ára fresti. Þetta er nýr veruleiki en eitthvað sem verður að bregðast við.“ Spurður um tímaáætlun í viðgerðir í þeim skólum sem hafa verið nefndar eins og Hagaskól, Laugarnesskóli og Melaskóli segir Rúnar Ingi að allir bogar hafi verið spenntir í Hagaskóla og áætlun þar hafi verið þrjú ár en krökkunum sé komið inn á um einu og hálfu ári aftur í Vesturbæinn. „Hvað varðar Laugarnesskóla erum við að gera raunhæfari áætlun og gerum ráð fyrir þremur til fjórum árum í viðgerðir þar. Það er tímarammi sem við þurfum að fá í þessar endurnýjanir. Við erum alltaf að tala um tvö til fjögur ár í hverjum skóla,“ segir hann. Ekki er nóg að skipta um glugga því múrverkið er ekki slétt. Vísir/Einar Hvað varðar Langholtsskóla segir hann meiri rakaskemmdir hafa komið í ljós þar en hafi verið gert ráð fyrir í byrjun og að það hafi verið vesen að fá verktaka. Þannig hafi mannekla og spenna á markaði áhrif. „Við sáum fyrir okkur að Langholtsskóli myndi klárast um áramót en því miður er það að seinka þar til næsta haust. Hólabrekkuskóli er á langtímaáætlun. Við erum að taka nýjasta hlutann í gegn núna og munum í vetur hanna breytingar og uppfærslu á seinni hlutanum,“ segir hann en eins og kom fram áður er hluti nemenda í Korpuskóla í vetur. „Við tölum um Laugardalsskólana, sem eru allir í þessu formi, og svo erum við með Breiðholtsskólana sem eru 50 til 60 ára og allir komnir á þennan stað. Við erum því að stilla upp langtímaáætlun um það hvernig er hægt að bregðast við. Við munum trufla skólastarf en erum í góðu samstarfi við skóla- og frístundasvið um að skaffa tímabundnu húsnæði á meðan við fáum húsnæði afhent og framkvæmum þar.“ Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum. 25. ágúst 2023 11:33 „Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. 22. ágúst 2023 19:28 Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað. 10. ágúst 2023 20:43 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í Reykjavík eru víða viðgerðir á skólahúsnæði vegna rakaskemmda og myglu. Nemendur tveggja grunnskóla þurfa að yfirgefa skóla sína og sækja námið annað af þeim sökum. Það eru börnin í Hólabrekkuskóla í Breiðholtinu og Langholtsskóla í Laugardalnum. Börnin í Breiðholtinu eru ferjuð í rútum tæplega níu kílómetra leið í Korpuskóla í Grafarvoginum. Börnin í Langholtsskóla þurfa ekki að fara jafn langt en þau sækja nám í húsnæði í Lágmúla, sem síðasta vetur var nýtt af nemendum úr Voga- og Hagaskóla. Nemendur í þeim skólum eru nú komin aftur í sína hverfisskóla. Í Hagaskóla búið að koma upp stórum einingahúsum sem nemendur munu nýta í vetur og standa framkvæmdir enn yfir við skólabygginguna. Vegna þess var skólabyrjun frestað um viku og var skólinn settur í morgun. Vörðuskóli verður varaskóli Þetta eru þó ekki einu skólarnir þar sem er verið að gera við. Víða eru aðstæður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir eða fjarlægja myglu nema með víðtækum viðgerðum. Því hefur Reykjavíkurborg síðustu mánuði gert tilraunir á steypu og veggjum í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík sem allajafna er nýttur af nemendum Tækniskólans á Skólavörðuholti. Markmiðið er að komast að því hvernig sé best að laga rakaskemmdir til að koma í veg fyrir að þær myndist aftur. Þegar viðgerðum þar lýkur stendur til að nota skólann sem tímabundið skólahúsnæði fyrir nemendur sem þurfa að hverfa annað vegna viðgerða. „Við erum fyrst og fremst núna að gera tilraunir á því hvernig við getum þétt þennan gamla friðaða útvegg sem er einangraður að utan með þunnum vikursteini og korkplötum,“ segir Rúnar Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda og viðhalds, á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Tilraunirnar hafa staðið í um hálft ár. Í vor var útveggurinn alveg opnaður og vatni helt á hann til að kanna hvernig hann héldi vatni. „Þá kom í ljós að þessi gamli veggur heldur ekki vatni og það þýðir að við þurfum að finna leið til að þétta hann að utanverðu,“ segir hann og eftir það helli þau vatni á. Ef það nægir til að halda því því frá verður hægt að nota sömu aðferð í öðru friðuðu húsnæði eins og í Laugarnesskóla, Melaskóla og annars staðar og tryggja með því að rakinn haldist úti næstu áratugina. „Við ætlum að nýta okkur reynsluna hér í þessum skólum. Meginmarkmiðið er að tryggja að það sé hvorki raki né hiti í þessum byggingum og ef við komum í veg fyrir raka, er engin mygla.“ Er eitthvað búið að koma á óvart í þessum tilraunum? „Já, það kom eiginlega á óvart hversu illa þessi gamla steypa heldur vatni. Hún þolir varla að vera úti,“ segir Rúnar Ingi og bendir á að í þessum húsum hafi þurft að standa í miklum viðgerðum til að halda rakanum úti. „En þegar byggingarnar eru orðnar svona margar og mannaflinn lítill verðum við að tryggja að við getum lagað húsin og þau standi þurr í allavega fimmtán til tuttugu ár. Á milli aðgerða.“ Steypt handvirkt sem ekki má í dag Stærsta vandamálið í þessum húsum, að sögn Rúnars, er steypuaðferðin, en steypt var með handafli. Steypan geymt fyrir utan og haldið á henni inn í fötum. Hann segir að þessi aðferð hafi verið notuð víða í húsum fram að 1980 en skánaði eftir það og eftir 1990 eru húsin betur byggð. „Í dag má ekki gera þetta svona. Þú mátt ekki steypa nema með vottaðri steypu frá vottuðu steypufyrirtæki,“ segir hann og að meirihlutinn skólabygginga í eigu Reykjavíkurborgar sem eru byggðir fyrir 1980 séu í þessu formi og að þetta vandamál sé rauði þráðurinn í uppgötvunum þeirra víða um borg. Til að koma í veg fyrir leka þarf að fara alveg að innsta vegg steypunnar og laga allar misfellur því annars lekur í gegn. Vísir/Einar Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu með því að vatnsþétta steypuna betur og tryggja betri frágang í kringum glugga. Hann segir að í öðrum hverfum, eins og Breiðholti og Árbæ, séu skólar að komast á sama stig. „Við erum í viðhaldsátaki sem þurfti að framlengja því þetta er viðameira verkefni en við áttum von á. Við erum með fjármagn sem við erum að nota alveg 110 prósent en við erum að gera raunhæfa áætlun, tíma- og kostnaðaráætlun, og það er ljóst að þetta mun taka tíma og við munum trufla skólastarfið. Því iðnaðarmenn og skólastarf fer ekki saman,“ segir Rúnar Ingi. Þess vegna sé mikið kapp lagt á að finna tímabundið húsnæði eins og Korpuskóla, og síðar Vörðuskóla, sem nemendur geta farið í á meðan viðgerðum stendur. „Þetta er langtímaverkefni og stórt verkefni og erum að glíma við það að byggingabransinn er kominn á það stig að við erum ekki bara í nýbyggingum heldur erum við líka með gömul hús sem þarf að endurnýja og eru kannski 50 til 90 ára gömul,“ segir hann og að nágrannaþjóðir okkar séu margar á þessu sama stigi með hús sem voru byggð í kringum 1700-1900 en þar sé það þannig að húsin séu alveg endurgerð á um 50 til 80 ára fresti. Gömul hús í bland við ný „Ef við viljum nota gömlu húsin okkar þá þurfum við að gera þetta á 50 til 70 ára fresti. Þetta er nýr veruleiki en eitthvað sem verður að bregðast við.“ Spurður um tímaáætlun í viðgerðir í þeim skólum sem hafa verið nefndar eins og Hagaskól, Laugarnesskóli og Melaskóli segir Rúnar Ingi að allir bogar hafi verið spenntir í Hagaskóla og áætlun þar hafi verið þrjú ár en krökkunum sé komið inn á um einu og hálfu ári aftur í Vesturbæinn. „Hvað varðar Laugarnesskóla erum við að gera raunhæfari áætlun og gerum ráð fyrir þremur til fjórum árum í viðgerðir þar. Það er tímarammi sem við þurfum að fá í þessar endurnýjanir. Við erum alltaf að tala um tvö til fjögur ár í hverjum skóla,“ segir hann. Ekki er nóg að skipta um glugga því múrverkið er ekki slétt. Vísir/Einar Hvað varðar Langholtsskóla segir hann meiri rakaskemmdir hafa komið í ljós þar en hafi verið gert ráð fyrir í byrjun og að það hafi verið vesen að fá verktaka. Þannig hafi mannekla og spenna á markaði áhrif. „Við sáum fyrir okkur að Langholtsskóli myndi klárast um áramót en því miður er það að seinka þar til næsta haust. Hólabrekkuskóli er á langtímaáætlun. Við erum að taka nýjasta hlutann í gegn núna og munum í vetur hanna breytingar og uppfærslu á seinni hlutanum,“ segir hann en eins og kom fram áður er hluti nemenda í Korpuskóla í vetur. „Við tölum um Laugardalsskólana, sem eru allir í þessu formi, og svo erum við með Breiðholtsskólana sem eru 50 til 60 ára og allir komnir á þennan stað. Við erum því að stilla upp langtímaáætlun um það hvernig er hægt að bregðast við. Við munum trufla skólastarf en erum í góðu samstarfi við skóla- og frístundasvið um að skaffa tímabundnu húsnæði á meðan við fáum húsnæði afhent og framkvæmum þar.“
Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum. 25. ágúst 2023 11:33 „Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. 22. ágúst 2023 19:28 Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað. 10. ágúst 2023 20:43 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum. 25. ágúst 2023 11:33
„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. 22. ágúst 2023 19:28
Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað. 10. ágúst 2023 20:43