Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 12:30 Ráðist var að Lascelles (í græna vestinu) þegar hann var úti að skemmta sér. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti