Fellum niður grímuna Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:00 Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Unnur Freyja Víðisdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun