Fellum niður grímuna Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:00 Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Unnur Freyja Víðisdóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun