Veiðimenn hissa á vanþekkingu SFS á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2023 13:21 Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun