Arðsemi fyrst núna að nálgast arðsemi norrænna banka Árni Sæberg skrifar 30. ágúst 2023 16:50 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að bankinn fagni skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra. Arðsemi stóru bankanna þriggja sé ekki of mikil. Arðsemi eigin fjár Arion banka var 14,5 prósent á fyrri helmingi ársins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær skýrslu starfshóps sem hún skipaði til þess að meta gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna þriggja. Starfshópnum var ætlað það verkefni að greina tekjumyndun, þar á meðal þóknanir, þjónustu- og vaxtatekjur og vaxtamun, viðskiptabankanna þriggja í norrænum samanburði. Í samantekt skýrslunnar, sem nálgast má í tengdum skjölum hér að neðan, segir að heildarafkoma bankanna í formi arðsemi eigin fjár hafi batnað verulega undanfarin tvö ár eftir nokkuð slaka arðsemi á árunum 2018 til 2020. Margt jákvætt í skýrslunni Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í samtali við Vísi að margt jákvætt megi finna í skýrslunni. Þar á meðal nefnir hann að bönkunum hafi tekist að skila kostnaðarhagræðingu og betri rekstri til heimilanna í formi lægri vaxtamunar. Vaxtamunur á óverðtryggðum lánum hafi ekki verið lægri síðan mælingar Seðlabankans hófust árið 2015. Þá komi fram að þjónustugjöld íslensku bankanna séu sambærileg gjöldum norrænna bank. Saknar umfjöllunar um Íslandsálag Benedikt segir þó að hann hafi saknað umfjöllunar um Íslandsálagið svokallaða í skýrslunni. Það hafi verið nefnt í Hvítbók um framtíð fjármálakerfisins. „Íslandsálagið er samheiti yfir mjög íþyngjandi regluverk og mjög háa sértæka skatta, hæstu sértæku skatta á fjármálafyrirtæki í Evrópu. Það er þetta Íslandsálag, ef það er hægt að lækka það, sem myndi raunverulega skila heimilinum og fyrirtækjunum kjarabót,“ segir Benedikt. Gjöld lækkað að raungildi Benedikt segir að í skýrslunni komi fram að gjöld vegna hefðbundinnar bankaþjónustu hafi lækkað að raungildi undanfarin ár og að vaxtamunur fari lækkandi. Það segir hann mjög jákvætt og að ánægjulegt sé að fá það fram í skýrslunni. Þá segir hann að aukin samkeppni á bankamarkaði, sem nefnd er í skýrslunni, muni koma til með að lækka gjöld enn frekar. Íþyngjandi kerfi ekki á forræði bankanna Benedikt segir að stóra framfaraskrefið í bankastarfsemi hér á landi væri að breyta íþyngjandi regluverki og skattaumhverfi. „Íþyngjandi regluverk og skattaumhverfi er ekki á okkar forræði heldur stjórnvalda. Þar eru þessi raunverulegu tækifæri. Bönkum er gert að halda hér miklu meira eigið fé en annars staðar, ef maður ber það saman við Norðurlönd þá er það tvisvar til þrisvar sinnum meira eigið fé. Það auðvitað eitt af því sem skýrir að vaxtamunur er enn þá töluvert hærri en á Norðurlöndum.“ Arðsemin af kjarnastarfsemi lægri Arðsemi eigin fjár Arion banka var 13,7 prósent í fyrra og 14,5 prósent á fyrri helmingi þessa árs. Í skýrslunni var fjallað um óeðlilega háa arðsemi bankanna. Benedikt telur svo ekki vera. „Mér sýnist reyndar að í skýrslunni hafi mögulega ekki verið leiðrétt fyrir, til dæmis í okkar rekstri í fyrra söluhagnaði af sölunni á Valitor, sem hefði átt að taka út fyrir sviga. En arðsemi af kjarnastarfseminni, eins og bent er á í skýrslunni, er töluvert lægri en þessi tala, hún er einhvers staðar norður af tíu prósent. Þá myndi ég líka vilja benda á að arðsemi, þó að við séum auðvitað með hærra vaxtastig og áhættulausir vextir séu hærri en annars staðar, sambærilegra norrænna banka, kerfislega mikilvægra banka sem eru í alhliða fjármálastarfsemi eins og við, við erum enn við fyrir neðan arðsemi þessara banka.“ Arion banki Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30. ágúst 2023 12:13 Vaxtaálag á lánum banka til heimila og fyrirtækja sjaldan verið lægra Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans. 22. ágúst 2023 16:12 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær skýrslu starfshóps sem hún skipaði til þess að meta gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna þriggja. Starfshópnum var ætlað það verkefni að greina tekjumyndun, þar á meðal þóknanir, þjónustu- og vaxtatekjur og vaxtamun, viðskiptabankanna þriggja í norrænum samanburði. Í samantekt skýrslunnar, sem nálgast má í tengdum skjölum hér að neðan, segir að heildarafkoma bankanna í formi arðsemi eigin fjár hafi batnað verulega undanfarin tvö ár eftir nokkuð slaka arðsemi á árunum 2018 til 2020. Margt jákvætt í skýrslunni Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í samtali við Vísi að margt jákvætt megi finna í skýrslunni. Þar á meðal nefnir hann að bönkunum hafi tekist að skila kostnaðarhagræðingu og betri rekstri til heimilanna í formi lægri vaxtamunar. Vaxtamunur á óverðtryggðum lánum hafi ekki verið lægri síðan mælingar Seðlabankans hófust árið 2015. Þá komi fram að þjónustugjöld íslensku bankanna séu sambærileg gjöldum norrænna bank. Saknar umfjöllunar um Íslandsálag Benedikt segir þó að hann hafi saknað umfjöllunar um Íslandsálagið svokallaða í skýrslunni. Það hafi verið nefnt í Hvítbók um framtíð fjármálakerfisins. „Íslandsálagið er samheiti yfir mjög íþyngjandi regluverk og mjög háa sértæka skatta, hæstu sértæku skatta á fjármálafyrirtæki í Evrópu. Það er þetta Íslandsálag, ef það er hægt að lækka það, sem myndi raunverulega skila heimilinum og fyrirtækjunum kjarabót,“ segir Benedikt. Gjöld lækkað að raungildi Benedikt segir að í skýrslunni komi fram að gjöld vegna hefðbundinnar bankaþjónustu hafi lækkað að raungildi undanfarin ár og að vaxtamunur fari lækkandi. Það segir hann mjög jákvætt og að ánægjulegt sé að fá það fram í skýrslunni. Þá segir hann að aukin samkeppni á bankamarkaði, sem nefnd er í skýrslunni, muni koma til með að lækka gjöld enn frekar. Íþyngjandi kerfi ekki á forræði bankanna Benedikt segir að stóra framfaraskrefið í bankastarfsemi hér á landi væri að breyta íþyngjandi regluverki og skattaumhverfi. „Íþyngjandi regluverk og skattaumhverfi er ekki á okkar forræði heldur stjórnvalda. Þar eru þessi raunverulegu tækifæri. Bönkum er gert að halda hér miklu meira eigið fé en annars staðar, ef maður ber það saman við Norðurlönd þá er það tvisvar til þrisvar sinnum meira eigið fé. Það auðvitað eitt af því sem skýrir að vaxtamunur er enn þá töluvert hærri en á Norðurlöndum.“ Arðsemin af kjarnastarfsemi lægri Arðsemi eigin fjár Arion banka var 13,7 prósent í fyrra og 14,5 prósent á fyrri helmingi þessa árs. Í skýrslunni var fjallað um óeðlilega háa arðsemi bankanna. Benedikt telur svo ekki vera. „Mér sýnist reyndar að í skýrslunni hafi mögulega ekki verið leiðrétt fyrir, til dæmis í okkar rekstri í fyrra söluhagnaði af sölunni á Valitor, sem hefði átt að taka út fyrir sviga. En arðsemi af kjarnastarfseminni, eins og bent er á í skýrslunni, er töluvert lægri en þessi tala, hún er einhvers staðar norður af tíu prósent. Þá myndi ég líka vilja benda á að arðsemi, þó að við séum auðvitað með hærra vaxtastig og áhættulausir vextir séu hærri en annars staðar, sambærilegra norrænna banka, kerfislega mikilvægra banka sem eru í alhliða fjármálastarfsemi eins og við, við erum enn við fyrir neðan arðsemi þessara banka.“
Arion banki Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30. ágúst 2023 12:13 Vaxtaálag á lánum banka til heimila og fyrirtækja sjaldan verið lægra Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans. 22. ágúst 2023 16:12 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30. ágúst 2023 12:13
Vaxtaálag á lánum banka til heimila og fyrirtækja sjaldan verið lægra Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans. 22. ágúst 2023 16:12