Sjónhverfing á íslenskum leigumarkaði í boði Samtaka iðnaðarins María Pétursdóttir og Kjartan Þór Ingason skrifa 31. ágúst 2023 12:32 Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Leigumarkaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar