Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 11:01 Sarina Wiegman er besti þjálfari Evrópu að mati UEFA. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira