Enski boltinn

Fergu­son sökkti New­cast­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þrennunni fagnað.
Þrennunni fagnað. Vísir/Getty Images

Evan Ferguson skoraði þrennu þegar Brighton & Hove Albion lagði Newcastle United 3-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn ungi Ferguson kom Brighton yfir eftir tæpan hálftíma þegar hann var réttur maður á réttum stað inn í vítateig gestanna. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og heimamenn í Brighton 1-0 yfir í hálfleik.

Á 65. mínútu fékk Ferguson of mikið pláss fyrir utan teig, hann ákvað að láta vaða og söng boltinn í netinu. Óverjandi fyrir Nick Pope í marki Newcastle. Fimm mínútum síðar fullkomnaði Ferguson þrennu sína og tryggði Brighton sigurinn þegar skot hans fór af varnarmanni og í netið.

Varamaðurinn Callum Wilson minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma en nær komust þeir ekki og Brighton vann sannfærandi 3-1 sigur. Með sigrinum fer Brighton upp í 4. sæti deildarinnar með 9 stig að loknum fjórum leikjum á meðan Newcastle er með aðeins þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×