„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 20:01 Aron er mættur heim í fjörðinn. Vísir/Hulda Margrét Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV. Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV.
Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira