Göngum ekki frá ókláruðu verki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. september 2023 07:00 Flest okkar þurfa að koma og fara enda vilja sennilega fæst okkar vera alveg föst á sama stað. Í það minnsta þurfum við að eiga þess kost að ferðast hindrunarlítið á milli staða. Það er ólíkt eftir aðstæðum, þörfum og jafnvel tímabilum í lífi fólks hver ferðamátinn er. Ólíkar þarfir og ferðamátar kalla á samfellu í skipulagi og skýra framtíðarsýn. Það þarf að tryggja að innviðirnir tali saman á milli sín og á milli bæjar- og borgarhluta hvort sem um er að ræða eldri byggðir eða ný hverfi. Eitt má ekki vinna gegn öðru. Tímamót voru mörkuð þegar ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sáttmála um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjórum árum. Sáttmála um sameiginlega framtíðarsýn samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálinn tekur á ofangreindum þáttum og skýrir hvernig við ætlum að byggja upp skilvirka samgönguinnviði á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Hvar byggja skal brýr, leggja stofnvegi, stýra umferðarljósum o.s.frv. Það sem meira er að sáttmálinn felur í sér áform um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta, en ekki bara bættar almenningssamgöngur eins og stundum er haldið fram. Uppbygging almenningssamganga er þó gífurlega mikilvægur liður í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega m.t.t. aukinnar fólksfjölgunar og aukins álags á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins síðustu ár. Uppbygging innviða fyrir fjölbreytta ferðamáta stuðlar þá að því að fólk hafi raunverulegt val um þann samgöngumáta sem því hentar, hvort sem það er fjölskyldubíllinn eða almenningssamgöngur. Markmiðið er mjög verðugt, að auka öryggi vegfaranda og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Við viljum ekki sitja föst tímum saman í umferðinni í stressi yfir því að ná ekki í börnin í leikskóla eða í vinnu í tæka tíð, geta ekki búið við stofnvegi vegna mengunar eða geta ekki treyst á almenningssamgöngur við leik og störf. Við viljum byggja borg sem mætir kröfum samtímans og horfir til framtíðar. Nú liggur fyrir vinna í uppfærslu sáttmálans enda ljóst að breytingar á verðlagi og verðbólga hefur áhrif á kostnaðaráætlun sáttmálans eins og komið hefur fram í umræðunni síðustu misseri. Það er eðlileg krafa að vel sé haldið utan um fjármögnun og framkvæmdakostnað sáttmálans og unnið sé að uppfærslu sáttmálans með það fyrir augum að tryggja að vel sé farið með almannafé. Af og frá er þó að slá sáttmálann, sem öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og ríkið komu sér saman um, út af borðinu vegna efasemda einstakra aðila um verkefnið. Það er nú einu sinni þannig að meginregla íslensk samningaréttar er að samninga skal halda. Höldum áfram að vinna í takt að þessu stóra samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nú er ekki tíminn til að ganga frá ókláruðu verki þótt á móti blási, eins og fjármálaráðherra orðaði það svo vel nýlega. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Samgöngur Skipulag Strætó Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flest okkar þurfa að koma og fara enda vilja sennilega fæst okkar vera alveg föst á sama stað. Í það minnsta þurfum við að eiga þess kost að ferðast hindrunarlítið á milli staða. Það er ólíkt eftir aðstæðum, þörfum og jafnvel tímabilum í lífi fólks hver ferðamátinn er. Ólíkar þarfir og ferðamátar kalla á samfellu í skipulagi og skýra framtíðarsýn. Það þarf að tryggja að innviðirnir tali saman á milli sín og á milli bæjar- og borgarhluta hvort sem um er að ræða eldri byggðir eða ný hverfi. Eitt má ekki vinna gegn öðru. Tímamót voru mörkuð þegar ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sáttmála um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjórum árum. Sáttmála um sameiginlega framtíðarsýn samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálinn tekur á ofangreindum þáttum og skýrir hvernig við ætlum að byggja upp skilvirka samgönguinnviði á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Hvar byggja skal brýr, leggja stofnvegi, stýra umferðarljósum o.s.frv. Það sem meira er að sáttmálinn felur í sér áform um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta, en ekki bara bættar almenningssamgöngur eins og stundum er haldið fram. Uppbygging almenningssamganga er þó gífurlega mikilvægur liður í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega m.t.t. aukinnar fólksfjölgunar og aukins álags á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins síðustu ár. Uppbygging innviða fyrir fjölbreytta ferðamáta stuðlar þá að því að fólk hafi raunverulegt val um þann samgöngumáta sem því hentar, hvort sem það er fjölskyldubíllinn eða almenningssamgöngur. Markmiðið er mjög verðugt, að auka öryggi vegfaranda og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Við viljum ekki sitja föst tímum saman í umferðinni í stressi yfir því að ná ekki í börnin í leikskóla eða í vinnu í tæka tíð, geta ekki búið við stofnvegi vegna mengunar eða geta ekki treyst á almenningssamgöngur við leik og störf. Við viljum byggja borg sem mætir kröfum samtímans og horfir til framtíðar. Nú liggur fyrir vinna í uppfærslu sáttmálans enda ljóst að breytingar á verðlagi og verðbólga hefur áhrif á kostnaðaráætlun sáttmálans eins og komið hefur fram í umræðunni síðustu misseri. Það er eðlileg krafa að vel sé haldið utan um fjármögnun og framkvæmdakostnað sáttmálans og unnið sé að uppfærslu sáttmálans með það fyrir augum að tryggja að vel sé farið með almannafé. Af og frá er þó að slá sáttmálann, sem öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og ríkið komu sér saman um, út af borðinu vegna efasemda einstakra aðila um verkefnið. Það er nú einu sinni þannig að meginregla íslensk samningaréttar er að samninga skal halda. Höldum áfram að vinna í takt að þessu stóra samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nú er ekki tíminn til að ganga frá ókláruðu verki þótt á móti blási, eins og fjármálaráðherra orðaði það svo vel nýlega. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun