Í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 6. september 2023 10:01 Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar