„Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. september 2023 12:01 Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Evrópusambandið Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun