Vanhugsuð sameiningaráform Bragi Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:30 Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun