Vanhugsuð sameiningaráform Bragi Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:30 Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar