Enski boltinn

Vil­hjálmur prins rak upp stór augu: „Er þetta virki­­lega þú?“

Aron Guðmundsson skrifar
Leiðir Vilhjálms prins og Paul Gascoigne lágu saman í dag.
Leiðir Vilhjálms prins og Paul Gascoigne lágu saman í dag. Vísir/Getty

Vil­hjálmur, prinsinn af Wa­les, rak upp stór augu í heim­sókn sinni í gær á kaffi­hús í Bour­nemouth þegar að í mannfjöldanum, sem var sama­kominn til þess að bera prinsinn augum og heilsa upp á hann, birtist Paul Gascoigne, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður Eng­lands í fót­bolta.

Greint er frá málinu á vef The Guar­dian þar sem segir að prinsinn hafi verið í heim­sókn á einu af kaffi­húsi Pret a Man­ger, til þess að kynna sér verk­efni fyrir­tækisins Rising Stars sem hefur það að mark­miði að bæta að­stæður heimilis­lausra, þegar að maður í mann­þrönginni reyndi í­trekað að ná tali af prinsinum.

Svo fór að maðurinn, Paul Gascoigne, náði sam­bandi augn- og tal­sam­bandi við prinsinn en maður, sem stóð við hlið Gascoigne, sagði prinsinum hver maðurinn væri.

„Er þetta í al­vörunni þú?“ spurði Vil­hjálmur prins Gascoigne sem svaraði spurningunni játandi.

„Hvað ertu að gera hér?“ sagði Vil­hjálmur prins við Gascoigne sem tjáði honum að hann ætlaði sér bara að hitta prinsinn.

Fíkni­sjúk­dómar hafa gert Gascoigne erfitt í gegnum tíðina en hann tjáði prinsinum að nú hefði hann það mun betur en áður.

Paul Gascoigne er af mörgum talinn einn allra hæfi­leikríkasti fót­bolta­maður sem Eng­land hefur átt. Á at­vinnu­manna­ferli sínum spilaði Gascoigne með liðum á borð við New­cast­le United, Totten­ham, Lazio og Rangers og þá lék hann 57 A-lands­leiki fyrir Eng­lands hönd og varð enskur bikar­meistari árið 1991.

Mynd­band af stundinni þegar að Gascoigne og Vil­hjálmur, prinsinn af Wa­les hittust í Bour­nemouth má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×