Forna dáð er fremd að rækja Sigurgeir Ólafsson skrifar 8. september 2023 10:30 Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Í tillögum sínum áætlar ráðgjafafyrirtækið PwC að hægt sé að spara um 400 milljónir, að mestu með því að fækka störfum á landsbyggðinni og segja upp starfsfólki. Efasemdir um forsendur þeirra útreikninga hafa m.a verið lagðar fram hér og hér en ég vil bæta við þau skrif nokkrum orðum um gildi þess að hlúa að því sem er gamalt og dýrmætt. Menntaskólinn á Akureyri rekur uppruna sinn til Möðruvallaskóla og til Hólaskóla á undan því. Hann er næst-elsta menntastofnun á Íslandi á eftir MR. Römm er sú taug sem tengir MA-inga við skólann sinn, skóla hefðanna. Sést það best á Júbilanta hátíðinni, sem fer fram dagana fyrir 17. Júní. Hún er menningarviðburður sem á engan sinn líka á landsvísu og þó víðar væri leitað. Mörg hundruð manns flykkjast á Akureyri til að rifja upp dýrmæta tíma og breytast um stund í unglinginn sem einu sinni var. Mikil voru vonbrigði mín þegar skólameistari lét hafa það eftir sér í viðtali að vegna þess að hátíðin væri skipulögð af fyrrverandi nemendum þá kæmi hún skólanum varla við. Hvílíkt endemis rugl! Auðvitað blasir það við að stemningin og samheldnin sem er fóstruð innan veggja menntaskólans er alger forsenda Júbilanta Hátíðarinnar. Margir skólar halda upp á útskriftarafmæli, en óvíða tekur fólk sér margra daga frí frá vinnu og keyrir hundruði kílómetra til að vera viðstatt. Loforð ráðherra og skólameistara um að í sameiningunni verði “tekið tillit til menningar stofnananna” eru orðin tóm. Ímyndar sér nokkur að bekkjarkerfið, söngsalur í Kvosinni, Árshátíð með gömlu dönsunum í íþróttahöllinni eða Júbilantahátíð 16. Júní muni lifa af sameiningu við annan skóla? Skóla með áfangakerfi og tvöfalt fleiri nemendur sem (eðlilega) tengja ekkert við þessa hluti? Í Verkmenntaskólanum er unnið gott starf og þarft en hann er allt önnur og öðruvísi stofnun. Í krafti miklu fleiri nemenda mun hann gleypa Menntaskólann. Sameinaður skóli verður bara stærri VMA, með áfangakerfi í stað bekkjarkerfis og án alls þess sem í dag einkennir MA. Dreifðir um mörg hús munu nemendur hætta að syngja út frí. Enginn salur getur tekið hátt í 2000 manns í sæti fyrir árshátíð. Svona má lengi telja. Afhverju er þetta svona mikilvægt? Af sömu ástæðu og við Íslendingar borðum skötu og hrútspunga, höldum jól og gerum grín að Dönum. Menning tengir saman fólk. Við viljum finna að við tilheyrum einhverjum hópi og eigum okkur sögu. Sérkenni MA eru órjúfanlegur hluti af minningum og sjálfsmynd þúsunda Íslendinga sem lifðu sín mest mótandi ár innan veggja skólans. MA-ingum þykir óskaplega vænt um skólann sinn. Þeir vilja ekki að stemningunni, menningunni eða sögunni sé telft í tvísýnu. Að þeim sé fórnað á altari hagræðingar stýrihópa eða nefnda. Það tekur mörg ár að búa til hefð, en bara örfá ár að gleyma henni og það sem einu sinni er tapað mun ekkert ráðgjafafyrirtæki geta fært okkur aftur. Ásmundur, vík af þinni villubraut. Rífðu þessar tillögur. Úr skólasöng Menntaskólans á Akureyri Forna dáð er fremd að rækjaFagrir draumar rætast ennHeill sé þeim sem hingað sækjaHöldum saman Norðanmenn (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Höfundur er 11 ára stúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Í tillögum sínum áætlar ráðgjafafyrirtækið PwC að hægt sé að spara um 400 milljónir, að mestu með því að fækka störfum á landsbyggðinni og segja upp starfsfólki. Efasemdir um forsendur þeirra útreikninga hafa m.a verið lagðar fram hér og hér en ég vil bæta við þau skrif nokkrum orðum um gildi þess að hlúa að því sem er gamalt og dýrmætt. Menntaskólinn á Akureyri rekur uppruna sinn til Möðruvallaskóla og til Hólaskóla á undan því. Hann er næst-elsta menntastofnun á Íslandi á eftir MR. Römm er sú taug sem tengir MA-inga við skólann sinn, skóla hefðanna. Sést það best á Júbilanta hátíðinni, sem fer fram dagana fyrir 17. Júní. Hún er menningarviðburður sem á engan sinn líka á landsvísu og þó víðar væri leitað. Mörg hundruð manns flykkjast á Akureyri til að rifja upp dýrmæta tíma og breytast um stund í unglinginn sem einu sinni var. Mikil voru vonbrigði mín þegar skólameistari lét hafa það eftir sér í viðtali að vegna þess að hátíðin væri skipulögð af fyrrverandi nemendum þá kæmi hún skólanum varla við. Hvílíkt endemis rugl! Auðvitað blasir það við að stemningin og samheldnin sem er fóstruð innan veggja menntaskólans er alger forsenda Júbilanta Hátíðarinnar. Margir skólar halda upp á útskriftarafmæli, en óvíða tekur fólk sér margra daga frí frá vinnu og keyrir hundruði kílómetra til að vera viðstatt. Loforð ráðherra og skólameistara um að í sameiningunni verði “tekið tillit til menningar stofnananna” eru orðin tóm. Ímyndar sér nokkur að bekkjarkerfið, söngsalur í Kvosinni, Árshátíð með gömlu dönsunum í íþróttahöllinni eða Júbilantahátíð 16. Júní muni lifa af sameiningu við annan skóla? Skóla með áfangakerfi og tvöfalt fleiri nemendur sem (eðlilega) tengja ekkert við þessa hluti? Í Verkmenntaskólanum er unnið gott starf og þarft en hann er allt önnur og öðruvísi stofnun. Í krafti miklu fleiri nemenda mun hann gleypa Menntaskólann. Sameinaður skóli verður bara stærri VMA, með áfangakerfi í stað bekkjarkerfis og án alls þess sem í dag einkennir MA. Dreifðir um mörg hús munu nemendur hætta að syngja út frí. Enginn salur getur tekið hátt í 2000 manns í sæti fyrir árshátíð. Svona má lengi telja. Afhverju er þetta svona mikilvægt? Af sömu ástæðu og við Íslendingar borðum skötu og hrútspunga, höldum jól og gerum grín að Dönum. Menning tengir saman fólk. Við viljum finna að við tilheyrum einhverjum hópi og eigum okkur sögu. Sérkenni MA eru órjúfanlegur hluti af minningum og sjálfsmynd þúsunda Íslendinga sem lifðu sín mest mótandi ár innan veggja skólans. MA-ingum þykir óskaplega vænt um skólann sinn. Þeir vilja ekki að stemningunni, menningunni eða sögunni sé telft í tvísýnu. Að þeim sé fórnað á altari hagræðingar stýrihópa eða nefnda. Það tekur mörg ár að búa til hefð, en bara örfá ár að gleyma henni og það sem einu sinni er tapað mun ekkert ráðgjafafyrirtæki geta fært okkur aftur. Ásmundur, vík af þinni villubraut. Rífðu þessar tillögur. Úr skólasöng Menntaskólans á Akureyri Forna dáð er fremd að rækjaFagrir draumar rætast ennHeill sé þeim sem hingað sækjaHöldum saman Norðanmenn (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Höfundur er 11 ára stúdent.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun