Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2023 12:46 Á meðal hugmynda sem koma fram eru sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónaukar fyrir selaskoðun og gufubað í Nauthólsvík. Vísir/Sara Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. Á meðal hugmynda sem koma fram í skýrslunni eru sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónaukar fyrir selaskoðun og fljótandi gufubað í Nauthólsvík. Og þá er til skoðunar Parísarhjól við höfnina í Reykjavík. Hópurinn lagði til ellefu svæði fyrir haftengda upplifun og útivist í Reykjavík. Svæðin eru Nauthólsvík, Nýi Skerjafjörður, Ægisíða, Laugarnes, Bryggjuhverfi vestur, bryggjuhverfi við Grafarvog, Viðey, Gufunes, Gorvík og Blikastaðakró ásamt Kjalarnesi. Fram kemur að mikil áhersla hafi verið lögð á aðgengismál, þannig að allir hefði aðgang að þessum mögulegu svæðum. Segir allar tillögurnar framkvæmanlegar Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður og formaður starfshópsins, segir að allar tillögur skýrslunnar séu framkvæmanlegar og margar án mikils tilkostnaðar. „Eftir að hafa búið erlendis og kynnst menningu við hafið er ég virkilega spennt fyrir að bjóða upp á fjölbreyttari upplifun við hafið. Þar stendur fljótandi gufubað upp úr og býður Bryggjuhverfið við Grafarvog upp á einstaka staðsetningu fyrir það,“ er haft eftir Rebekku í tilkynningu Reykjavíkurborgar um málið. Hún nefnir einnig að aðstaða fyrir fuglaskoðun, svæði fyrir hugleiðslu og bætta kennsluaðstöðu, hvort sem er í náttúrufræði eða við siglingar, hafi staðið upp úr að hennar mati. Í skýrslu starfshópsins er því haldið fram að tækifæri varðandi haftengda upplifun séu einnig mikil við hafnarsvæði Faxaflóahafna. Tekið er fram að slík aðstaða gæti eflt efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbærni á svæðinu. Skýrsla starfshóps um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík er aðgengileg hér. Reykjavík Borgarstjórn Sjósund Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Á meðal hugmynda sem koma fram í skýrslunni eru sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónaukar fyrir selaskoðun og fljótandi gufubað í Nauthólsvík. Og þá er til skoðunar Parísarhjól við höfnina í Reykjavík. Hópurinn lagði til ellefu svæði fyrir haftengda upplifun og útivist í Reykjavík. Svæðin eru Nauthólsvík, Nýi Skerjafjörður, Ægisíða, Laugarnes, Bryggjuhverfi vestur, bryggjuhverfi við Grafarvog, Viðey, Gufunes, Gorvík og Blikastaðakró ásamt Kjalarnesi. Fram kemur að mikil áhersla hafi verið lögð á aðgengismál, þannig að allir hefði aðgang að þessum mögulegu svæðum. Segir allar tillögurnar framkvæmanlegar Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður og formaður starfshópsins, segir að allar tillögur skýrslunnar séu framkvæmanlegar og margar án mikils tilkostnaðar. „Eftir að hafa búið erlendis og kynnst menningu við hafið er ég virkilega spennt fyrir að bjóða upp á fjölbreyttari upplifun við hafið. Þar stendur fljótandi gufubað upp úr og býður Bryggjuhverfið við Grafarvog upp á einstaka staðsetningu fyrir það,“ er haft eftir Rebekku í tilkynningu Reykjavíkurborgar um málið. Hún nefnir einnig að aðstaða fyrir fuglaskoðun, svæði fyrir hugleiðslu og bætta kennsluaðstöðu, hvort sem er í náttúrufræði eða við siglingar, hafi staðið upp úr að hennar mati. Í skýrslu starfshópsins er því haldið fram að tækifæri varðandi haftengda upplifun séu einnig mikil við hafnarsvæði Faxaflóahafna. Tekið er fram að slík aðstaða gæti eflt efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbærni á svæðinu. Skýrsla starfshóps um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík er aðgengileg hér.
Reykjavík Borgarstjórn Sjósund Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira