Örlög skólans menntamerkis Sólveig Sigurðardóttir skrifar 8. september 2023 14:00 Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Af skólunum tveimur þekki ég MA betur en veit þó, eins og flestir Akureyringar, hve mikilvægir og frábærir þeir eru báðir, hvor með sína sérstöðu og ólíkar áherslur, skipulag, námsframboð og menningu. Það er mikil gæfa fyrir ungt fólk og samfélagið allt að eiga þessa valkosti í skólabænum Akureyri. Hugmyndin um sameiningu þessara afar ólíku skóla í 1800 nemenda miðjumoðsbákn hljómar hvorki heillavænleg fyrir MA-inga né vini okkar í VMA. Enda er stærð og nemendafjöldi varla góður mælikvarði á gæði skóla. Síður en svo. Helstu rök fyrir sameiningu sem sett eru fram eru þau að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara nám, auka þjónustu og stuðning við nemendur og gera hagræðingar í rekstri. Burtséð frá því hvað orðalag er loðið þá get ég ekki séð að neitt þessara markmiða sé í eðli sínu háð sameiningu skólanna tveggja. Nema helst sparnaðarliðurinn. Til þess að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum mætti t.d. auka enn frekar samstarf milli skólanna en ekki þarf samruna til þess. Á mínum menntaskólaárum tók ég t.a.m. nokkrar einingar í VMA sem ég fékk metnar inn í nám mitt við MA. Það var frábært. Skv. skýrslu PwC um rekstur skólanna og sviðsmyndir virðist MA standa verr að vígi heldur en VMA þegar kemur að hagkvæmni skólans sem rekstrareining. Það megi rekja til fækkunar nemenda í bóknámi undanfarin ár. Í sömu skýrslu segir að fjárhagsleg staða MA fari versnandi þar sem skólinn hafi tekið inn mun fleiri nemendur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þarna vottar fyrir ákveðinni mótsögn sem ég næ ekki alveg utan um. Eru nemendur of fáir en á sama tíma of margir? Hvert er raunverulega vandamálið hér? Ég efast um að það séu óvinsældir skólans. Miðað við vægi rekstrarhagræðingar í framlögðum skýrslum er nokkuð ljóst að sá þáttur vegur afar þungt og því líklegt að langt yrði gengið í hagræðingarskyni. Í skýrslu PwC segir m.a. að til þess að samlegðaráhrif geti átt sér stað að fullu „þyrfti að samræma námskrár og sameinaður skóli þyrfti að vera með áfangakerfi að fullu, þ.e.a.s. að bekkjarkerfið yrði lagt niður“. Það er flestum MA-ingum ljóst að stór hluti þeirrar sterku menningar sem einkennir skólann og gerir hann að því sem hann er myndi glatast við þetta. Miðað við gögnin myndu áhrif sameiningar helst bitna á skipulagi, áherslum og hefðum MA; minni skólanum sem yrði gleyptur af þeim stærri. Hvað myndi sameinaður skóli annars heita og hvaða skólar yrðu þar af leiðandi ekki lengur til? “Settu þig inn í viðfangsefnið áður en þú setur þig yfir það” sagði kennari minn í arkitektaskólanum endurtekið við okkur nemendurna. Enda er auðmýkt eitt mikilvægasta verkfærið ef þú ætlar að leyfa þér að krukka í umgjörðina um líf annarra. Þessi regla á ekki síður við hér. Sameining hinna tveggja gjörólíku skóla sem hvor um sig hafa sína sérstöðu og menningu væri að mínu mati skammsýni og vanþekking á DNA þessara stofnana. Það er gott og gilt að leita lausna og leggja fram hugmyndir að úrbótum í samfélaginu til umræðu, og er það ekki síst hlutverk ráðherra. Hingað til hef ég ekki efast um að mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sinni starfi sínu af heilindum og sé með hjartað á réttum stað þegar kemur að málefnum barna. Hugmyndir eru þó misgóðar og allar eiga ekki erindi á framkvæmdastig. Ég gef mér að endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki enn verið tekin, enda væri afleitt að byrja á því að taka afdrifaríka ákvörðun og ætla sér í kjölfarið að ganga úr skugga um það hvort hún hafi verið góð. Á mettíma. Slík vinnubrögð fengju auðvitað falleinkunn. Sérstaklega ef samráð við hagsmunaaðila vantar – ekki síst unga fólkið. Skv. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er eitt af meginhlutverkum framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi – og myndi ég jafnvel segja að þetta sé mikilvægasta verkefnið. Það skýtur því skökku við að sýna þessum sömu nemendum að lýðræðisþjóðfélagið sem verið er að búa þá undir taki ekki mark á þeim í málefnum sem þá snertir. Það sendir afar vond skilaboð til ungs fólks. (Nógu illa þótti mér vegið að framhaldsskólanemum við styttingu framhaldsskóla – af mörgum ástæðum – en það er efni í aðra grein.) Framhaldsskólanám snýst ekki bara um „nægilega fjölbreytt framboð áfanga“. Framhaldsskólanám er ekki síður allt það sem á sér stað og verður til á milli formlegra kennslustunda. Framhaldsskólinn er staður þar sem ungt fólk fær að spreyta sig á ýmsum áskorunum og ábyrgðarstöðum í eins konar smækkaðri mynd af samfélaginu. Menntaskólinn á Akureyri býr yfir gríðarlega sterku félagslífi og verðmætri menningu þar sem nemendur öðlast reynslu sem þeir búa að alla ævi. Slíkt verður ekki metið til fjár og ef til stendur að fórna því fyrir þær hagræðingartölur sem settar eru fram í fyrrnefndri skýrslu virðist það því miður falt fyrir slikk. Stöndum vörð um okkar öflugu menntastofnanir, dýrmætu hefðir, sérstöðu og samstöðu. Það er ekki eitthvað sem við kaupum til baka síðar, þegar fjárhagur batnar. Höfundur er MA-stúdent og arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Af skólunum tveimur þekki ég MA betur en veit þó, eins og flestir Akureyringar, hve mikilvægir og frábærir þeir eru báðir, hvor með sína sérstöðu og ólíkar áherslur, skipulag, námsframboð og menningu. Það er mikil gæfa fyrir ungt fólk og samfélagið allt að eiga þessa valkosti í skólabænum Akureyri. Hugmyndin um sameiningu þessara afar ólíku skóla í 1800 nemenda miðjumoðsbákn hljómar hvorki heillavænleg fyrir MA-inga né vini okkar í VMA. Enda er stærð og nemendafjöldi varla góður mælikvarði á gæði skóla. Síður en svo. Helstu rök fyrir sameiningu sem sett eru fram eru þau að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara nám, auka þjónustu og stuðning við nemendur og gera hagræðingar í rekstri. Burtséð frá því hvað orðalag er loðið þá get ég ekki séð að neitt þessara markmiða sé í eðli sínu háð sameiningu skólanna tveggja. Nema helst sparnaðarliðurinn. Til þess að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum mætti t.d. auka enn frekar samstarf milli skólanna en ekki þarf samruna til þess. Á mínum menntaskólaárum tók ég t.a.m. nokkrar einingar í VMA sem ég fékk metnar inn í nám mitt við MA. Það var frábært. Skv. skýrslu PwC um rekstur skólanna og sviðsmyndir virðist MA standa verr að vígi heldur en VMA þegar kemur að hagkvæmni skólans sem rekstrareining. Það megi rekja til fækkunar nemenda í bóknámi undanfarin ár. Í sömu skýrslu segir að fjárhagsleg staða MA fari versnandi þar sem skólinn hafi tekið inn mun fleiri nemendur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þarna vottar fyrir ákveðinni mótsögn sem ég næ ekki alveg utan um. Eru nemendur of fáir en á sama tíma of margir? Hvert er raunverulega vandamálið hér? Ég efast um að það séu óvinsældir skólans. Miðað við vægi rekstrarhagræðingar í framlögðum skýrslum er nokkuð ljóst að sá þáttur vegur afar þungt og því líklegt að langt yrði gengið í hagræðingarskyni. Í skýrslu PwC segir m.a. að til þess að samlegðaráhrif geti átt sér stað að fullu „þyrfti að samræma námskrár og sameinaður skóli þyrfti að vera með áfangakerfi að fullu, þ.e.a.s. að bekkjarkerfið yrði lagt niður“. Það er flestum MA-ingum ljóst að stór hluti þeirrar sterku menningar sem einkennir skólann og gerir hann að því sem hann er myndi glatast við þetta. Miðað við gögnin myndu áhrif sameiningar helst bitna á skipulagi, áherslum og hefðum MA; minni skólanum sem yrði gleyptur af þeim stærri. Hvað myndi sameinaður skóli annars heita og hvaða skólar yrðu þar af leiðandi ekki lengur til? “Settu þig inn í viðfangsefnið áður en þú setur þig yfir það” sagði kennari minn í arkitektaskólanum endurtekið við okkur nemendurna. Enda er auðmýkt eitt mikilvægasta verkfærið ef þú ætlar að leyfa þér að krukka í umgjörðina um líf annarra. Þessi regla á ekki síður við hér. Sameining hinna tveggja gjörólíku skóla sem hvor um sig hafa sína sérstöðu og menningu væri að mínu mati skammsýni og vanþekking á DNA þessara stofnana. Það er gott og gilt að leita lausna og leggja fram hugmyndir að úrbótum í samfélaginu til umræðu, og er það ekki síst hlutverk ráðherra. Hingað til hef ég ekki efast um að mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sinni starfi sínu af heilindum og sé með hjartað á réttum stað þegar kemur að málefnum barna. Hugmyndir eru þó misgóðar og allar eiga ekki erindi á framkvæmdastig. Ég gef mér að endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki enn verið tekin, enda væri afleitt að byrja á því að taka afdrifaríka ákvörðun og ætla sér í kjölfarið að ganga úr skugga um það hvort hún hafi verið góð. Á mettíma. Slík vinnubrögð fengju auðvitað falleinkunn. Sérstaklega ef samráð við hagsmunaaðila vantar – ekki síst unga fólkið. Skv. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er eitt af meginhlutverkum framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi – og myndi ég jafnvel segja að þetta sé mikilvægasta verkefnið. Það skýtur því skökku við að sýna þessum sömu nemendum að lýðræðisþjóðfélagið sem verið er að búa þá undir taki ekki mark á þeim í málefnum sem þá snertir. Það sendir afar vond skilaboð til ungs fólks. (Nógu illa þótti mér vegið að framhaldsskólanemum við styttingu framhaldsskóla – af mörgum ástæðum – en það er efni í aðra grein.) Framhaldsskólanám snýst ekki bara um „nægilega fjölbreytt framboð áfanga“. Framhaldsskólanám er ekki síður allt það sem á sér stað og verður til á milli formlegra kennslustunda. Framhaldsskólinn er staður þar sem ungt fólk fær að spreyta sig á ýmsum áskorunum og ábyrgðarstöðum í eins konar smækkaðri mynd af samfélaginu. Menntaskólinn á Akureyri býr yfir gríðarlega sterku félagslífi og verðmætri menningu þar sem nemendur öðlast reynslu sem þeir búa að alla ævi. Slíkt verður ekki metið til fjár og ef til stendur að fórna því fyrir þær hagræðingartölur sem settar eru fram í fyrrnefndri skýrslu virðist það því miður falt fyrir slikk. Stöndum vörð um okkar öflugu menntastofnanir, dýrmætu hefðir, sérstöðu og samstöðu. Það er ekki eitthvað sem við kaupum til baka síðar, þegar fjárhagur batnar. Höfundur er MA-stúdent og arkitekt.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar