Neymar orðinn sá markahæsti en knattspyrnusambandið viðurkennir ekki metið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:30 Neymar fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty Neymar varð í nótt markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Bólivíu. Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið. Brasilía Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið.
Brasilía Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira