Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. september 2023 15:14 Indíana Rós segist ekki geta beðið með að fara í brjóstaminnkunaraðgerð þar til samningaviðræður lækna og Sjúkratrygginga Íslands séu yfirstaðnar. Aðgerðin sé það nauðsynleg. Vísir/Vilhelm/Sunna Ben Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir. Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira