Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. september 2023 15:35 Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjórinn í Kópavogi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Bylgjan Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi voru gestir Kristjáns í Sprengisandi í dag. Þau ræddu samgöngusáttmálann og samningaviðræður við ríkið um aðkomu þess að honum. Bæði vonast þau til að þær niðurstöður náist á næstu vikum. Ásdís segir óeðlilegt hversu langt umfram áætlaðan kostnað opinberar framkvæmdir hafa farið. „Við sjáum það öll að sveitarfélögin hafa ekki fjárhagslega burði til að reka borgarlínu, reka hágæða almenningssamgöngur. Aðkoma ríkisins þarf að vera með einhverjum hætti og það er það sem við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu erum að ræða við ríkið. “ Hún tekur samgöngusáttmálann sem dæmi, sem nam upphaflega 170 milljörðum króna að verðlagi í dag. Vísbendingar bendi til þess að hann sé kominn í þrjúhundruð milljónir í dag samkvæmt fjármálaráðherra. „Þegar um er að ræða samgönguframkvæmdir þá skera samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sig ekki úr áætlunum um aðrar samgönguframkvæmdir á landinu,“ segir Dagur. Hann segir tölurnar um samgönguáætlun utan höfuðborgarsvæðisins hafa tvöfaldast. Því tengist vandamálið ekki samgöngusáttmálanum sem slíkum. Tíðkast ekki að sveitarfélög borgi almenningssamgöngur Ásdís segir viðræður nú í gangi milli ríkis og sveitarfélaga um sáttmálann. „Við óskuðum eftir því að við yrðum að endurskoða þennan sáttmála. Við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að hátta rekstri borgarlínunnar,“ segir hún. „Við sveitarfélögin höfum ekki fjárhagslega burði til að reka hágæða almenningssamgöngur. Það er líka eitthvað sem við sjáum erlendis. Það tíðkast ekki að sveitarfélög séu að reka hágæða almenningssamgöngur,“ segir Ásdís. Hún segir mikilvægt að forgangsraða verkefnum innan samgöngusáttmálans, til að mynda stofnvegi og brýr, nú þegar ljóst er hvað hægt sé að gera til að leysa þann vanda sem upp er kominn. Þá leggur hún til að hægt sé að kortleggja betur hvenær farið er til vinnu á daginn svo allir sitji ekki í umferð á sama tíma. „Þetta er eitthvað sem ég hugsa þegar ég er föst í umferð, nú þegar framhaldsskólar og háskólar eru farnir í gang, hvernig má það vera að við þurfum öll að mæta á sama tíma?“ 450 milljarðar í landsbyggðina Aðspurður hvort þrjúhundruð milljarðar séu ofrausn fyrir höfuðborgarsvæðið vekur Dagur athygli á því að verkefni í samgönguáætlun utan höfuðborgarsvæðisins séu 450 milljarðar á fimmtán árum, í samanburði við fimmtán til tuttugu ár á höfuðborgarsvæðinu. „Hér búa tveir þriðju landsmanna, hér er fjölgunin langmest. Hvað telur Alþingi Íslendinga að það sé eðlilegt að samgönguinnviðir á þessu höfuðborgarsvæði, þar sem tafatíminn í umferðinni er orðinn þetta mikill, megi vera hátt hlutfall af fjárveitingum til samgönguinnviða á landinu?,“ segir Dagur. Hann segir hlutfallið vera á bilinu einn þriðji til helmingur. „Ég sé hvergi umræður það að slá af ótal samgönguframkvæmdir út um landið vegna þess að tölurnar í samgönguáætlun tvöfölduðust þar,“ bætir hann við. Ásdís tekur í annan streng. „Ég held að við eigum að forðast að bera okkur saman við landsbyggðina. Þetta er vandi höfuðborgarsvæðisins. Það eiga allir landsmenn rétt á mannsæmandi samgöngum, og nú er það vandi höfuðborgarsvæðisins að leysa úr þessum umferðarþunga, “ segir Ásdís. „Við þurfum að huga að því hvernig við ætlum að forgangsraða þessum verkefnum, erum við að fara hagkvæmustu leiðina, erum við að fara of dýrar leiðir í einhverjum verkefnum, er þörf á þessum framkvæmdum og hvaða verkefni eru það sem skipta mestu máli til að leysa úr þessum umferðarþunga? Á sem hagkvæmastan máta og svo það gerist fljótt og örugglega,“ bætir hún við. Eru sveitarfélögin að fara að setja meiri peninga í þetta? „Hugsanlega með því að lengja upp í tímalínuna. Og það er eitt af því sem skiptir miklu máli til þess að sjá þessi verkefni til enda,“ svarar Dagur. Hann segir að gæta beri raunsæis í tengslum við þann tíma sem framkvæmdir taka. Til dæmis sé ekki raunsætt að vera með framkvæmdir í gangi á Miklubraut, Reykjanesbraut og Sæbraut á sama tíma. „Þannig að þær verða kannski að vera á aðeins mismunandi tímaskala,“ segir Dagur. Þannig raðist þær á lengra tímaskeið. Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á að borgarlínan sé jafnframt skipulagsmál. „Og forsendur og skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu byggja á þessum grundvelli og þessum til þess að samgöngurnar gangi upp,“ segir Dagur. „Jákvæða fréttin í þessu er að við erum ekki að bekina vandamálið. Við fórum af stað í þetta endurmat. Við vitum núna hvað framkvæmdirnar munu kosta, vitum hver vandinn er og þá er það auðvitað ábyrgð okkar stjórnmálamanna, ríkis og sveitarfélaga að leysa úr vanda höfuðborgarsvæðisins,“ bætir Ásdís við. Voru menn árið 2019 ekki þokkalega brattir um að þeir vissu út í hvað þeir væru að fara? „Já, mér finnst verulega ámælisvert að það hafi verið farið af stað með þennan samgöngusáttmála þegar áætlanir voru ekki betur unnar, og líka það að sveitarfélög voru ekki búin að hefja eða komast að einhverri niðurstöðu sem snýr að rekstri borgarlínunnar,“ segir Ásdís. „Það eru fjögur ár liðin og það hefur nánast ekkert gerst, í alvöru, að við séum enn á þessum stað er auðvitað líka ámælisvert.“ Samgöngur Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Borgarlína Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi voru gestir Kristjáns í Sprengisandi í dag. Þau ræddu samgöngusáttmálann og samningaviðræður við ríkið um aðkomu þess að honum. Bæði vonast þau til að þær niðurstöður náist á næstu vikum. Ásdís segir óeðlilegt hversu langt umfram áætlaðan kostnað opinberar framkvæmdir hafa farið. „Við sjáum það öll að sveitarfélögin hafa ekki fjárhagslega burði til að reka borgarlínu, reka hágæða almenningssamgöngur. Aðkoma ríkisins þarf að vera með einhverjum hætti og það er það sem við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu erum að ræða við ríkið. “ Hún tekur samgöngusáttmálann sem dæmi, sem nam upphaflega 170 milljörðum króna að verðlagi í dag. Vísbendingar bendi til þess að hann sé kominn í þrjúhundruð milljónir í dag samkvæmt fjármálaráðherra. „Þegar um er að ræða samgönguframkvæmdir þá skera samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sig ekki úr áætlunum um aðrar samgönguframkvæmdir á landinu,“ segir Dagur. Hann segir tölurnar um samgönguáætlun utan höfuðborgarsvæðisins hafa tvöfaldast. Því tengist vandamálið ekki samgöngusáttmálanum sem slíkum. Tíðkast ekki að sveitarfélög borgi almenningssamgöngur Ásdís segir viðræður nú í gangi milli ríkis og sveitarfélaga um sáttmálann. „Við óskuðum eftir því að við yrðum að endurskoða þennan sáttmála. Við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að hátta rekstri borgarlínunnar,“ segir hún. „Við sveitarfélögin höfum ekki fjárhagslega burði til að reka hágæða almenningssamgöngur. Það er líka eitthvað sem við sjáum erlendis. Það tíðkast ekki að sveitarfélög séu að reka hágæða almenningssamgöngur,“ segir Ásdís. Hún segir mikilvægt að forgangsraða verkefnum innan samgöngusáttmálans, til að mynda stofnvegi og brýr, nú þegar ljóst er hvað hægt sé að gera til að leysa þann vanda sem upp er kominn. Þá leggur hún til að hægt sé að kortleggja betur hvenær farið er til vinnu á daginn svo allir sitji ekki í umferð á sama tíma. „Þetta er eitthvað sem ég hugsa þegar ég er föst í umferð, nú þegar framhaldsskólar og háskólar eru farnir í gang, hvernig má það vera að við þurfum öll að mæta á sama tíma?“ 450 milljarðar í landsbyggðina Aðspurður hvort þrjúhundruð milljarðar séu ofrausn fyrir höfuðborgarsvæðið vekur Dagur athygli á því að verkefni í samgönguáætlun utan höfuðborgarsvæðisins séu 450 milljarðar á fimmtán árum, í samanburði við fimmtán til tuttugu ár á höfuðborgarsvæðinu. „Hér búa tveir þriðju landsmanna, hér er fjölgunin langmest. Hvað telur Alþingi Íslendinga að það sé eðlilegt að samgönguinnviðir á þessu höfuðborgarsvæði, þar sem tafatíminn í umferðinni er orðinn þetta mikill, megi vera hátt hlutfall af fjárveitingum til samgönguinnviða á landinu?,“ segir Dagur. Hann segir hlutfallið vera á bilinu einn þriðji til helmingur. „Ég sé hvergi umræður það að slá af ótal samgönguframkvæmdir út um landið vegna þess að tölurnar í samgönguáætlun tvöfölduðust þar,“ bætir hann við. Ásdís tekur í annan streng. „Ég held að við eigum að forðast að bera okkur saman við landsbyggðina. Þetta er vandi höfuðborgarsvæðisins. Það eiga allir landsmenn rétt á mannsæmandi samgöngum, og nú er það vandi höfuðborgarsvæðisins að leysa úr þessum umferðarþunga, “ segir Ásdís. „Við þurfum að huga að því hvernig við ætlum að forgangsraða þessum verkefnum, erum við að fara hagkvæmustu leiðina, erum við að fara of dýrar leiðir í einhverjum verkefnum, er þörf á þessum framkvæmdum og hvaða verkefni eru það sem skipta mestu máli til að leysa úr þessum umferðarþunga? Á sem hagkvæmastan máta og svo það gerist fljótt og örugglega,“ bætir hún við. Eru sveitarfélögin að fara að setja meiri peninga í þetta? „Hugsanlega með því að lengja upp í tímalínuna. Og það er eitt af því sem skiptir miklu máli til þess að sjá þessi verkefni til enda,“ svarar Dagur. Hann segir að gæta beri raunsæis í tengslum við þann tíma sem framkvæmdir taka. Til dæmis sé ekki raunsætt að vera með framkvæmdir í gangi á Miklubraut, Reykjanesbraut og Sæbraut á sama tíma. „Þannig að þær verða kannski að vera á aðeins mismunandi tímaskala,“ segir Dagur. Þannig raðist þær á lengra tímaskeið. Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á að borgarlínan sé jafnframt skipulagsmál. „Og forsendur og skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu byggja á þessum grundvelli og þessum til þess að samgöngurnar gangi upp,“ segir Dagur. „Jákvæða fréttin í þessu er að við erum ekki að bekina vandamálið. Við fórum af stað í þetta endurmat. Við vitum núna hvað framkvæmdirnar munu kosta, vitum hver vandinn er og þá er það auðvitað ábyrgð okkar stjórnmálamanna, ríkis og sveitarfélaga að leysa úr vanda höfuðborgarsvæðisins,“ bætir Ásdís við. Voru menn árið 2019 ekki þokkalega brattir um að þeir vissu út í hvað þeir væru að fara? „Já, mér finnst verulega ámælisvert að það hafi verið farið af stað með þennan samgöngusáttmála þegar áætlanir voru ekki betur unnar, og líka það að sveitarfélög voru ekki búin að hefja eða komast að einhverri niðurstöðu sem snýr að rekstri borgarlínunnar,“ segir Ásdís. „Það eru fjögur ár liðin og það hefur nánast ekkert gerst, í alvöru, að við séum enn á þessum stað er auðvitað líka ámælisvert.“
Samgöngur Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Borgarlína Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira