Gulur september - Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2023 16:00 Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Alma D. Möller Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun