Að missa stjórn á skapi sínu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 11. september 2023 07:01 Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet.
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun