Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar 7. janúar 2026 07:02 Í stjórnmálum skiptir mestu máli að fólk standi við orð sín þegar á reynir. Við sáum skýrt dæmi um slíka forystu hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra og fyrrverandi stjórnarformanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga, þegar hún gegndi lykilhlutverki í að leysa hnútinn í erfiðri kjaradeilu kennara. Þar sýndi hún að hún býr yfir þeirri blöndu festu, yfirvegunar og samráðsvilja sem samfélagið okkar þarfnast. Kjaradeilur snúast ekki aðeins um tölur á blaði. Þær snúast um traust, virðingu og skilningi á hvernig ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf fólks. Heiða Björg nálgaðist verkefnið út frá þeim sjónarhóli, af ábyrgð og raunsæi, hlustaði á ólíkar raddir og lagði áherslu á lausnir sem stóðust til lengri tíma. Úr varð niðurstaða sem sýndi að hægt er að leysa flókin mál með samtali og sanngirni fremur en áframhaldandi átökum. Þessi reynsla endurspeglar helstu áherslumál Heiðu Bjargar í stjórnmálum, ekki síst þegar horft er til áskorana sem blasa við í Reykjavík. Sem borgarstjóri hefur hún lagt ríka áherslu á sterka og sanngjarna grunnþjónustu sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og félagslegt réttlæti. Fyrir Reykjavík þýðir það borg sem hefur bolmagn til að fjárfesta í innviðum og fólkinu sínu, rösklega 138 þúsund manns. Í samgöngumálum hefur Heiða Björg talað fyrir raunhæfum lausnum þar sem almenningssamgöngur, virkir ferðamátar og bílaumferð eru skoðuð í samhengi, með það að markmiði að bæta flæði, öryggi og lífsgæði borgarbúa. Hún nálgast samgöngur sem félagslegt og umhverfislegt réttlætismál, þar sem fólk á að hafa raunverulegt val um hvernig það ferðast um borgina. Heiða Björg hefur tekið skýra og raunsæja afstöðu til Borgarlínunnar sem lykilverkefnis í þróun almenningssamgangna í Reykjavík til framtíðar. Hún lítur á Borgarlínu sem nauðsynlegan valkost sem bætir flæði, eykur áreiðanleika samgangna og styrkir lífsgæði borgarbúa, án þess að stilla henni upp sem andstæðu við einkabílinn. Áhersla hennar er á vandaða útfærslu í samráði við íbúana og að verkefnið þjóni heildarhagsmunum borgarinnar til lengri tíma. Hún hefur nálgast umræðuna um Sundabraut af yfirvegun og ábyrgð og lagt áherslu á að svo stórt samgönguverkefni verði unnið á grundvelli vandaðs skipulags, umhverfismats og virks samráðs við borgarbúa, fremur en að taka fyrirfram afgerandi afstöðu án fullnægjandi gagna. Að hennar mati þarf Sundabraut, líkt og önnur stór innviðaverkefni, að þjóna heildarhagsmunum borgarinnar, bæta samgöngur og öryggi, en jafnframt taka fullt tillit til umhverfis- og hverfissjónarmiða. Í húsnæðismálum hefur hún lagt áherslu á að borgin taki virkan þátt í að tryggja nægt framboð íbúða á viðráðanlegu verði. Það felur í sér uppbyggingu fyrir ólíka tekjuhópa, sterkara félagslegt húsnæðiskerfi og ábyrgari skipulagsákvarðanir sem þjóna fyrst og fremst íbúum en ekki skammtímahagsmunum. Hún hefur beitt sér fyrir auknu framboði húsnæðis, hraðari uppbyggingu í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og óhagnaðardrifin íbúðafélög, með það að markmiði að tryggja ungu fólki, fjölskyldum og tekjulægri hópum raunhæfa möguleika á öruggu húsnæði í Reykjavík til framtíðar. Hún hefur boðað Reykvíkinga til funda um húsnæðismál, undir yfirskriftinni „Byggjum borg fyrir fólk“, þar sem farið er yfir framtíðarsýn í uppbyggingu húsnæðis, hvar eigi að byggja og hvernig tryggja megi sanngjarnan húsnæðismarkað, m.a. með aðkomu óhagnaðardrifinna íbúðafélaga. Hún stóð á síðasta ári að stofnun verkefnis um byggingu allt að 4.000 íbúða í Úlfarsárdal í samstarfi við innviðafélag og opnaði fyrir viðræður við áhugasama aðila til að styðja við þessa uppbyggingu með það að markmiði að búa til fleiri valkosti fyrir ungt fólk og kaupendur með lægri tekjur. Hún er ekki lóðabraskari sem brosir á móti sólu í von um hagnað á góðum degi. Þá hefur Heiða Björg verið skýr í afstöðu sinni um mikilvægi leikskólamála. Hún skilur að leikskólinn er ekki aðeins fyrsta skólastigið heldur lykilinnviður fyrir fjölskyldur og jafnrétti á vinnumarkaði. Lausnir í leikskólamálum þurfa að byggja á virðingu fyrir starfsfólki, stöðugleika í rekstri og raunverulegum möguleikum foreldra til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í komandi borgarstjórnarkosningum stöndum við frammi fyrir vali um hvers konar forystu við viljum. Viljum við skammtímalausnir, átök og skotgrafir – eða viljum við yfirvegaða, lausnamiðaða forystu sem byggir á samræðu og ábyrgð? Að mínu mati hefur Heiða Björg sýnt í verki að hún býr yfir þeirri forystu sem Reykjavík þarf á að halda, enda kemur hún úr grasrót jafnaðarmannastefnunnar sem byggir á rótgrónum hugmyndum um mótun samfélagsins út frá jöfnuði. Ég styð Heiðu Björgu til þess að leiða Samfylkinguna í borginni vegna þess að hún hefur sannað að hún getur leitt mál í gegnum erfiðar aðstæður, sameinað ólíka hagsmuni og skilað raunverulegum árangri. Slík forysta og reynsla skiptir máli – ekki aðeins í erfiðum kjaradeilum sem við höfum orðið vitni að, heldur í framtíðarsýn fyrir borgina okkar. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum skiptir mestu máli að fólk standi við orð sín þegar á reynir. Við sáum skýrt dæmi um slíka forystu hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra og fyrrverandi stjórnarformanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga, þegar hún gegndi lykilhlutverki í að leysa hnútinn í erfiðri kjaradeilu kennara. Þar sýndi hún að hún býr yfir þeirri blöndu festu, yfirvegunar og samráðsvilja sem samfélagið okkar þarfnast. Kjaradeilur snúast ekki aðeins um tölur á blaði. Þær snúast um traust, virðingu og skilningi á hvernig ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf fólks. Heiða Björg nálgaðist verkefnið út frá þeim sjónarhóli, af ábyrgð og raunsæi, hlustaði á ólíkar raddir og lagði áherslu á lausnir sem stóðust til lengri tíma. Úr varð niðurstaða sem sýndi að hægt er að leysa flókin mál með samtali og sanngirni fremur en áframhaldandi átökum. Þessi reynsla endurspeglar helstu áherslumál Heiðu Bjargar í stjórnmálum, ekki síst þegar horft er til áskorana sem blasa við í Reykjavík. Sem borgarstjóri hefur hún lagt ríka áherslu á sterka og sanngjarna grunnþjónustu sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og félagslegt réttlæti. Fyrir Reykjavík þýðir það borg sem hefur bolmagn til að fjárfesta í innviðum og fólkinu sínu, rösklega 138 þúsund manns. Í samgöngumálum hefur Heiða Björg talað fyrir raunhæfum lausnum þar sem almenningssamgöngur, virkir ferðamátar og bílaumferð eru skoðuð í samhengi, með það að markmiði að bæta flæði, öryggi og lífsgæði borgarbúa. Hún nálgast samgöngur sem félagslegt og umhverfislegt réttlætismál, þar sem fólk á að hafa raunverulegt val um hvernig það ferðast um borgina. Heiða Björg hefur tekið skýra og raunsæja afstöðu til Borgarlínunnar sem lykilverkefnis í þróun almenningssamgangna í Reykjavík til framtíðar. Hún lítur á Borgarlínu sem nauðsynlegan valkost sem bætir flæði, eykur áreiðanleika samgangna og styrkir lífsgæði borgarbúa, án þess að stilla henni upp sem andstæðu við einkabílinn. Áhersla hennar er á vandaða útfærslu í samráði við íbúana og að verkefnið þjóni heildarhagsmunum borgarinnar til lengri tíma. Hún hefur nálgast umræðuna um Sundabraut af yfirvegun og ábyrgð og lagt áherslu á að svo stórt samgönguverkefni verði unnið á grundvelli vandaðs skipulags, umhverfismats og virks samráðs við borgarbúa, fremur en að taka fyrirfram afgerandi afstöðu án fullnægjandi gagna. Að hennar mati þarf Sundabraut, líkt og önnur stór innviðaverkefni, að þjóna heildarhagsmunum borgarinnar, bæta samgöngur og öryggi, en jafnframt taka fullt tillit til umhverfis- og hverfissjónarmiða. Í húsnæðismálum hefur hún lagt áherslu á að borgin taki virkan þátt í að tryggja nægt framboð íbúða á viðráðanlegu verði. Það felur í sér uppbyggingu fyrir ólíka tekjuhópa, sterkara félagslegt húsnæðiskerfi og ábyrgari skipulagsákvarðanir sem þjóna fyrst og fremst íbúum en ekki skammtímahagsmunum. Hún hefur beitt sér fyrir auknu framboði húsnæðis, hraðari uppbyggingu í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og óhagnaðardrifin íbúðafélög, með það að markmiði að tryggja ungu fólki, fjölskyldum og tekjulægri hópum raunhæfa möguleika á öruggu húsnæði í Reykjavík til framtíðar. Hún hefur boðað Reykvíkinga til funda um húsnæðismál, undir yfirskriftinni „Byggjum borg fyrir fólk“, þar sem farið er yfir framtíðarsýn í uppbyggingu húsnæðis, hvar eigi að byggja og hvernig tryggja megi sanngjarnan húsnæðismarkað, m.a. með aðkomu óhagnaðardrifinna íbúðafélaga. Hún stóð á síðasta ári að stofnun verkefnis um byggingu allt að 4.000 íbúða í Úlfarsárdal í samstarfi við innviðafélag og opnaði fyrir viðræður við áhugasama aðila til að styðja við þessa uppbyggingu með það að markmiði að búa til fleiri valkosti fyrir ungt fólk og kaupendur með lægri tekjur. Hún er ekki lóðabraskari sem brosir á móti sólu í von um hagnað á góðum degi. Þá hefur Heiða Björg verið skýr í afstöðu sinni um mikilvægi leikskólamála. Hún skilur að leikskólinn er ekki aðeins fyrsta skólastigið heldur lykilinnviður fyrir fjölskyldur og jafnrétti á vinnumarkaði. Lausnir í leikskólamálum þurfa að byggja á virðingu fyrir starfsfólki, stöðugleika í rekstri og raunverulegum möguleikum foreldra til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í komandi borgarstjórnarkosningum stöndum við frammi fyrir vali um hvers konar forystu við viljum. Viljum við skammtímalausnir, átök og skotgrafir – eða viljum við yfirvegaða, lausnamiðaða forystu sem byggir á samræðu og ábyrgð? Að mínu mati hefur Heiða Björg sýnt í verki að hún býr yfir þeirri forystu sem Reykjavík þarf á að halda, enda kemur hún úr grasrót jafnaðarmannastefnunnar sem byggir á rótgrónum hugmyndum um mótun samfélagsins út frá jöfnuði. Ég styð Heiðu Björgu til þess að leiða Samfylkinguna í borginni vegna þess að hún hefur sannað að hún getur leitt mál í gegnum erfiðar aðstæður, sameinað ólíka hagsmuni og skilað raunverulegum árangri. Slík forysta og reynsla skiptir máli – ekki aðeins í erfiðum kjaradeilum sem við höfum orðið vitni að, heldur í framtíðarsýn fyrir borgina okkar. Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar