Djokovic heiðraði Kobe eftir sögulegan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 07:30 Djokovic hefur nú kysst 24 bikara á mögnuðum ferli sínum. EPA-EFE/CJ GUNTHER Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn. Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum. Tennis Körfubolti NBA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum.
Tennis Körfubolti NBA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira