Djokovic heiðraði Kobe eftir sögulegan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 07:30 Djokovic hefur nú kysst 24 bikara á mögnuðum ferli sínum. EPA-EFE/CJ GUNTHER Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn. Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum. Tennis Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira
Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum.
Tennis Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira