Man Utd ætlar ekki að fá El Ghazi á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 08:30 Anwar El Ghazi í leik gegn Southampton. Robin Jones/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er ekki að íhuga að fá Anwar El Ghazi á frjálsri sölu þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Þessi fyrrum leikmaður Aston Villa er samningslaus sem stendur. Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira