Er allt í gulu? Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2023 08:30 Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar