Undir skólans menntamerki Andri Már Þórarinsson skrifar 12. september 2023 12:31 Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar