Innlent

Sparkaði í og hrækti á innan­stokks­muni í verslun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin var með rólegasta móti á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var með rólegasta móti á höfuðborgarsvæðinu.

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó tveimur útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Annar var til vandræða í verslun og hinn að áreita fólk.

Fyrra útkallið barst rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi en þá var tilkynnt um mann sem gekk inn í verslun í miðborginni og hóf að sparka í og hrækja á innanstokksmuni. Maðurinn fannst skömmu síðar og reyndist vera ofurölvi.

Þá kom einnig í ljós að hann ferðaðist um á stolnu reiðhjóli. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Önnur tilkynning um mann sem var til vandræða í miðborginni barst rétt eftir klukkan 3 í nótt en þá var greint frá því að verið væri að veitast að fólki. Við afskipti lögreglu kom í ljós að viðkomandi var ofurölvi.

Maðurinn er grunaður um önnur brot, samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar, og neitaði að segja til nafns. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hann verður viðræðuhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×