FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 08:31 FH-ingar máttu bíta í það súra epli að þurfa sætta sig við tap þrátt fyrir að hafa náð inn því sem virðist löglegu jöfnunarmarki gegn Þrótti Reykjavík í gær Vísir/Samsett mynd Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða. „Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
„Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira