Eru þau geðveik? Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 13. september 2023 11:00 Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun