Eru þau geðveik? Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 13. september 2023 11:00 Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun