Of lítið, of seint Elvar Örn Friðriksson skrifar 13. september 2023 13:01 Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar