Heldur vart vatni yfir Ísaki sem hefur komið inn af krafti í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 14:30 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf Vísir/Getty Óhætt er að segja að íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi náð að heilla þjálfara Fortuna Dusseldorf upp úr skónum á sínum fyrstu mánuðum hjá félaginu. Daniel Thioune, þjálfari liðsins, á erfitt með að skilja hvernig Fortuna hafi náð að krækja í leikmann sem ætti með öllu réttu að vera spila á hærra gæðastigi. Frá þessu greinir Thioune í samtali við þýska vefmiðilinn Bild en Ísak Bergmann gekk til liðs við Fortuna Dusseldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, frá danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn. „Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leikmann á undan okkur.“ Daniel ThiouaneVísir/Getty Ísak sé algjör demantur fyrir þjálfara að vinna með. „Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thioune en Ísak hefur átt lykilþátt í góðri byrjun Fortuna Dusseldorf á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar. Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hinn tvítugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dusseldorf eftir að tækifærin með aðalliði FC Kaupmannahafnar fóru að vera af skornum skammti. Hjá danska liðinu varð hann í tvígang danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoðsendingar. Ísak á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er nú aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þýski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
Frá þessu greinir Thioune í samtali við þýska vefmiðilinn Bild en Ísak Bergmann gekk til liðs við Fortuna Dusseldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, frá danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn. „Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leikmann á undan okkur.“ Daniel ThiouaneVísir/Getty Ísak sé algjör demantur fyrir þjálfara að vinna með. „Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thioune en Ísak hefur átt lykilþátt í góðri byrjun Fortuna Dusseldorf á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar. Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hinn tvítugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dusseldorf eftir að tækifærin með aðalliði FC Kaupmannahafnar fóru að vera af skornum skammti. Hjá danska liðinu varð hann í tvígang danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoðsendingar. Ísak á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er nú aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Þýski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira