Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 13:40 Egill Helgason, sjónvarpsmaður, hefur nóg fyrir stafni í þáttagerð þrátt fyrir að vera horfinn úr Silfrinu. Vísir/Vilhelm Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. „Ég ætla að taka mér frí frá því og verð ekki í því í vetur allavega og er svo sem alveg bara sáttur við það,“ segir Egill í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær að umræðuþátturinn Silfrið muni hefja göngu sína á ný þann 25. september. Þátturinn var um árabil kenndur við Egil sem var þáttastjórnandi allt frá því að þátturinn hóf göngu sína árið 2000 á Skjá einum, svo á Stöð 2 og loks á RÚV, með fjögurra ára hléi frá 2013 til 2017. Nú verður Egill ekki lengur við stjórnartaumana í þáttunum og þá verður þátturinn sýndur klukkan 22:30 á mánudagskvöldum í stað þess að vera sýndur á sunnudagsmorgni. Ekki hefur náðst í Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV vegna málsins. Þau Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fara nú með umsjón þáttanna. Egill segist meðal annars hafa fengið senda vísu frá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vegna brotthvarfsins, sem vakið hefur mikla athygli. Þetta er vinur vonlaust haust, vindur úti ropar og Silfrið okkar Egilslaust ætti að heita kopar. Fjölskyldan fegin „Við ákváðum þetta saman,“ segir Egill um ákvörðun sína um að stíga til hliðar úr Silfrinu og á þar við stjórnendur Ríkisútvarpsins. Hann segist hafa fullt á sinni könnu og nefnir Kiljuna auk fleiri þátta. „Það eru nokkrir hlutir varðandi Silfrið, það er dálítið slítandi að halda því gangandi og manna þáttinn. Sérstaklega fyrir fjölskylduna mína, ef það gengur illa að manna þættina þá er ég í vondu skapi og verð hálfgerð heimilispest,“ segir Egill á léttum nótum. „Þannig að fjölskyldan er bara mjög ánægð með þessa ákvörðun. Þetta er búið að vera svona í rúm 25 ár þannig að þeim finnst þau vera laus úr einhverskonar prísund.“ Hefur ekki sama áhuga „Ég ætla heldur ekkert að draga dul á það að ég hef ekki alveg jafn mikinn áhuga á stjórnmálum og ég hafði. Mér finnst umræðan, bæði hér heima og í heiminum, vera orðin svo dapur eitthvað og andstyggileg.“ Þrátt fyrir það er Egill nú að vinna að öðrum pólitískum þáttum. Hann segir ætlun sína þar að kafa dýpra og reyna að dýpka umræðuna og sýna fram á hvers vegna þörf sé á góðum stjórnmálum. Verða þetta umræðuþættir? „Það er of snemmt að segja til um það. En eins og ég segi þá er alveg ótrúlega margt sem ég get fengist við og ég er í rauninni bara í kjörstðu hvað það varðar.“ Nýr tími að skandinavískri fyrirmynd Nýr tími Silfursins, að kvöldi mánudags eftir tíufréttir, vekur nokkra athygli. Egill segir athyglisvert að sjá hvernig það muni ganga. „Þegar við byrjuðum með Silfur Egils, á Skjá-einum og svo á Stöð 2 þá ákváðum við að hafa þetta í kringum hádegi á sunnudögum og það var svolítið að bandarískri og breskri fyrirmynd, þar sem hafa verið slíkir morgunþættir á sunnudögum,“ útskýrir Egill. „Þarna er verið að færa þetta til og nú er þetta meira skandinavískt. Skandinavarnir eru meira með þetta á kvöldin. Svona þáttur er náttúrulega aldrei gerður út til þess að vera með grenjandi áhorf. Þeir slá aldrei nein áhorfsmet en þeir eru náttúrulega mikilvægir og ég held að menn renni svolítið blint í sjóinn með þessa tíma en ég held að hann eigi að ganga.“ Aðsókn muni aukast í messu Egill segist telja að líklega séu fleiri með kveikt á sjónvarpinu á mánudagskvöldi heldur en á sunnudagsmorgni. Hann rifjar það upp að oft hafi sér fundist hann vera að keppa við barnatímann, en nú horfi börnin líklega ekki lengur á línulega dagskrá. „Svo kannski fyllist kirkjan aftur,“ segir Egill hlæjandi. „Ég var að tala við prest vin minn og sagði honum að nú myndi verða fullt í messu hjá honum á sunnudaginn.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ástin og lífið Þjóðkirkjan Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir fréttir um að Fanney Birna Jónsdóttir sé hætt í umræðuþættinum Silfrinu, sem hún stjórnar ásamt Agli Helgasyni rangar. 24. september 2021 21:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég ætla að taka mér frí frá því og verð ekki í því í vetur allavega og er svo sem alveg bara sáttur við það,“ segir Egill í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið tilkynnti í gær að umræðuþátturinn Silfrið muni hefja göngu sína á ný þann 25. september. Þátturinn var um árabil kenndur við Egil sem var þáttastjórnandi allt frá því að þátturinn hóf göngu sína árið 2000 á Skjá einum, svo á Stöð 2 og loks á RÚV, með fjögurra ára hléi frá 2013 til 2017. Nú verður Egill ekki lengur við stjórnartaumana í þáttunum og þá verður þátturinn sýndur klukkan 22:30 á mánudagskvöldum í stað þess að vera sýndur á sunnudagsmorgni. Ekki hefur náðst í Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV vegna málsins. Þau Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fara nú með umsjón þáttanna. Egill segist meðal annars hafa fengið senda vísu frá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vegna brotthvarfsins, sem vakið hefur mikla athygli. Þetta er vinur vonlaust haust, vindur úti ropar og Silfrið okkar Egilslaust ætti að heita kopar. Fjölskyldan fegin „Við ákváðum þetta saman,“ segir Egill um ákvörðun sína um að stíga til hliðar úr Silfrinu og á þar við stjórnendur Ríkisútvarpsins. Hann segist hafa fullt á sinni könnu og nefnir Kiljuna auk fleiri þátta. „Það eru nokkrir hlutir varðandi Silfrið, það er dálítið slítandi að halda því gangandi og manna þáttinn. Sérstaklega fyrir fjölskylduna mína, ef það gengur illa að manna þættina þá er ég í vondu skapi og verð hálfgerð heimilispest,“ segir Egill á léttum nótum. „Þannig að fjölskyldan er bara mjög ánægð með þessa ákvörðun. Þetta er búið að vera svona í rúm 25 ár þannig að þeim finnst þau vera laus úr einhverskonar prísund.“ Hefur ekki sama áhuga „Ég ætla heldur ekkert að draga dul á það að ég hef ekki alveg jafn mikinn áhuga á stjórnmálum og ég hafði. Mér finnst umræðan, bæði hér heima og í heiminum, vera orðin svo dapur eitthvað og andstyggileg.“ Þrátt fyrir það er Egill nú að vinna að öðrum pólitískum þáttum. Hann segir ætlun sína þar að kafa dýpra og reyna að dýpka umræðuna og sýna fram á hvers vegna þörf sé á góðum stjórnmálum. Verða þetta umræðuþættir? „Það er of snemmt að segja til um það. En eins og ég segi þá er alveg ótrúlega margt sem ég get fengist við og ég er í rauninni bara í kjörstðu hvað það varðar.“ Nýr tími að skandinavískri fyrirmynd Nýr tími Silfursins, að kvöldi mánudags eftir tíufréttir, vekur nokkra athygli. Egill segir athyglisvert að sjá hvernig það muni ganga. „Þegar við byrjuðum með Silfur Egils, á Skjá-einum og svo á Stöð 2 þá ákváðum við að hafa þetta í kringum hádegi á sunnudögum og það var svolítið að bandarískri og breskri fyrirmynd, þar sem hafa verið slíkir morgunþættir á sunnudögum,“ útskýrir Egill. „Þarna er verið að færa þetta til og nú er þetta meira skandinavískt. Skandinavarnir eru meira með þetta á kvöldin. Svona þáttur er náttúrulega aldrei gerður út til þess að vera með grenjandi áhorf. Þeir slá aldrei nein áhorfsmet en þeir eru náttúrulega mikilvægir og ég held að menn renni svolítið blint í sjóinn með þessa tíma en ég held að hann eigi að ganga.“ Aðsókn muni aukast í messu Egill segist telja að líklega séu fleiri með kveikt á sjónvarpinu á mánudagskvöldi heldur en á sunnudagsmorgni. Hann rifjar það upp að oft hafi sér fundist hann vera að keppa við barnatímann, en nú horfi börnin líklega ekki lengur á línulega dagskrá. „Svo kannski fyllist kirkjan aftur,“ segir Egill hlæjandi. „Ég var að tala við prest vin minn og sagði honum að nú myndi verða fullt í messu hjá honum á sunnudaginn.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ástin og lífið Þjóðkirkjan Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir fréttir um að Fanney Birna Jónsdóttir sé hætt í umræðuþættinum Silfrinu, sem hún stjórnar ásamt Agli Helgasyni rangar. 24. september 2021 21:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir fréttir um að Fanney Birna Jónsdóttir sé hætt í umræðuþættinum Silfrinu, sem hún stjórnar ásamt Agli Helgasyni rangar. 24. september 2021 21:22