Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 09:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, birti greinargerðina í sumar. Vísir/Arnar Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði í marga mánuði að birta greinargerðina en þingmaður Pírata gerði það svo óvænt í sumar. Deilur höfðu þá staðið um birtingu greinargerðarinnar mánuðum saman. Tvær nefndir Alþingis höfðu haft málið til skoðunar en í ljósi þess að greinargerðin hefur nú verið birt hefur forsætisnefnd fellt málið niður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málefni Lindarhvols ehf. hins vegar enn til umfjöllunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá apríl 2020. Það kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. frá júlí 2018 en að málið megi rekja til ákvörðunar nefndarinnar frá 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar. Þá var beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerðinni synjað. „Í ljósi þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefur þegar verið birt opinberlega eru brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Er málinu því lokið af hálfu forsætisnefnda,“ segir að lokum um það í tilkynningunni. Málinu er þó að öllum líkindum ekki lokið því það situr á borði héraðssaksóknara eins og stendur. Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu. Birting Þórhildar Sunnu á greinargerðinni var nokkuð umdeild. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lögðust gegn því að greinargerðin yrði birt og núverandi ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Píratar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði í marga mánuði að birta greinargerðina en þingmaður Pírata gerði það svo óvænt í sumar. Deilur höfðu þá staðið um birtingu greinargerðarinnar mánuðum saman. Tvær nefndir Alþingis höfðu haft málið til skoðunar en í ljósi þess að greinargerðin hefur nú verið birt hefur forsætisnefnd fellt málið niður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málefni Lindarhvols ehf. hins vegar enn til umfjöllunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá apríl 2020. Það kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. frá júlí 2018 en að málið megi rekja til ákvörðunar nefndarinnar frá 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar. Þá var beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerðinni synjað. „Í ljósi þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefur þegar verið birt opinberlega eru brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Er málinu því lokið af hálfu forsætisnefnda,“ segir að lokum um það í tilkynningunni. Málinu er þó að öllum líkindum ekki lokið því það situr á borði héraðssaksóknara eins og stendur. Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu. Birting Þórhildar Sunnu á greinargerðinni var nokkuð umdeild. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lögðust gegn því að greinargerðin yrði birt og núverandi ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Píratar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10
Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01
Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00