Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 18:29 Miriam Margolyes segir Steve Martin hafa kýlt sig og skellt hurðum á sig við tökur á Litlu hryllingsbúðinni. Steve Martin kannast ekki við neitt slíkt. EPA/Getty Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið