„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 22:11 Úr myndbandi leigubílsstjórans af eftirför hans á Sæbrautinni. Eins og sést er hann á hátt í 95 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu