Schmeichel ekki hrifinn af hugmyndafræði Arteta þegar kemur að markvörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 08:30 Peter Schmeichel varð fimm sinnum Englandsmeistari, þrívegis enskur bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Man Utd. Vísir/Getty Images Peter Schmeichel, margfaldur Englandsmeistari með Manchester United og Evrópumeistari með Danmörku, er ekki hrifinn af uppátæki Mikel Arteta, þjálfara Arsenal. Hann vill deila spilatíma markvarða sinna og jafnvel skipta um markvörð í miðjum leik þó ekkert ami að þeim sem er inn á. Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira