Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 12:31 Ivan Provedel, markvörður Lazio, stal fyrirsögnunum í gær. Marco Rosi/Getty Images Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid. Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira